Fréttir úr starfsemi Póstmannafélags Íslands

02.05.2023

Aðalfundur 9. maí kl. 17.00

Aðalfundur PFÍ verður haldinn 9. maí kl. 17.00 í BSRB húsinu 1 hæð.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og nýr formaður og stjórn taka við keflinu til næstu tveggja ára.

Nýjir trúnaðarmenn tóku við í apríl til tveggja ára.

Formaður Jón Ingi gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og fagna nýjum formanni og stjórn.

Dagskrá.

1. Skýrsla stjórnar.

2. Ársreikningar 2022.

3. Niðurstaða stjórnarkjörs í deildum 1 og 4. 4. Lýst formannskjöri.

5 Nefndakjör.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Akvörðun félagsgjalds og gjalds til Vinnudeilusjóðs.

8. Nýr formaður ávarpar fundinn og kynnir áherslur sínar.

9. Önnur mál.

20.04.2023

Lausar vikur í sumar.

Nokkuð er um lausar vikur í sumar í orlofshúsum. Sérstaklega er júní með margar lausar vikur. Félagsmenn eru hvattir til að skoða úrvalið á orlofsvefnum og panta sér vikur eftir hentugleikum.

Hús 70 í Munaðarnesi er í endurbyggingu og verður auglýst á orlofsvefnum þegar það er tílbúið í leigu. Þetta verður okkar glæsilegasta hús og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldufólk.

Sá valkostur sem er í mestri nýtingu í sumar er Ásatún á Akureyri en þar er fullnýting frá miðjum júni fram í ágúst.

Verið er aðf fara yfir búnað og verður töluvert keypt inn til endurnýjunar húsbúnaðar. Því verður lokið fyrir byrjun júní.

Stakkholt er í dagsleigu og þægilegur kostur fyrir þá sem ætla sér helgardvöl í borginni.

Gleðilegt sumar.

20.04.2023

Lausar vikur í sumar.

Nokkuð er um lausar vikur í sumar í orlfofshúsum. Sérstaklega er júni með margar lausar vikur. Félagsmenn eru hvattir til að skoða úrvalið á orlofsvefnum og panta sér vikur eftir hentugleikum.

Hús 70 í Munaðarnesi er í endurbyggingu og verður auglýst á orlofsvefnum þegar það er tílbúið í leigu. Þetta verður okkar glæsilegasta hús og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldufólk.

Sá valkostur sem er í mestri nýtingu í sumar er Ásatún á Akureyri en þar er fullnýting frá miðjum júni fram í ágúst.

Verið er aðf fara yfir búnað og verður töluvert keypt inn til endurnýjunar húsbúnaðar. Því verður lokið fyrir byrjun júní.

Stakkholt er í dagsleigu og þægilegur kostur fyrir þá sem ætla sér helgardvöl í borginni.

Gleðilegt sumar.

22.02.2023

Félagsmönnum PFÍ dæmd biðlaun samkvæmt dómi Landsréttar.

 Árin 2019 og 2020 var nokkrum fyrrum ríkisstarfsmönnum Póst og símamálastofnununar sagt upp í fjöldauppsögnum. Í ráðningarsamningum sem gerðir voru við þessa fyrrum ríkisstarfsmenn þá áttu þeir að halda áunnum réttindum og var það fest í ráðingarsamningum sem gerðir voru 1998 þegar þeir fengu ráðningu hjá nýju fyrirtæki, Íslandspósti ohf.

Við uppsagnir 2019 benti Póstmannafélagið á þá staðreynd að ef til uppsagna kæmi þá bæri að greiða biðlaun í samræmi við rétt viðkomandi.

Íslandspóstur undir stjórn Birgis Jónssonar þáverandi forstjóra neitaði og hafði leitað ráða lögfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Nokkrir fyrrum starfsmenn Póst og símamálastofnunar leituðu réttar síns og fóru í mál við Íslandspóst og kröfðust biðlauna í samræmi við ráðningarsamnings. Póstmannafélagið hafið bent ráðamönnum Íslandpóst á að verið væri að brjóta á rétti viðkomandi án árangurs.

Mál sjö félagsmanna okkar fóru fyrir dómstól ásamt málum fleiri sem ekki voru í PFÍ. Málin voru rekin í nafni hvers og eins en ekki Póstmannafélagsins. Undirréttur dæmdi Íslandspósti í hag og var þá tveimur málum var vísað til Landsrétts.

Þaðan kom afdráttalaus dómur um að Póstinum bæri að greiða biðlaun í samræmi við ráðningarsamninga frá 1998. Félagsmenn okkar og þeir sem voru á sama stað voru því dæmd biðlaun, dráttarvexti og greiðslu málsvarnarlauna fyrir báðum dómsstigum. Líklegt er að fleiri sem fengu ekki biðlaun við uppsögn sæki sinn rétt í framhaldi af þessum dómum.

PFÍ óskar fyrrum félagsmönnum til hamingju með niðurstöðuna og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

26.01.2023

Kosningar til stjórnar og formanns PFÍ 2023.

Auglýsing frá kjörstjórn vegna kosninga til stjórna og ráða Póstmannafélags Íslands 2023.

A: Kosning framkvæmdastjórnar. Kjörstjórn stjórnar kosningu og lýsir eftir framboðum til stjórnar. Það ár sem kosning til formanns fer fram skal kjósa einn stjórnarmann úr 1. deild og tvo úr 4. deild. Á næsta ári skal kjósa einn fulltrúa úr 2. og 3. deild. Samkvæmt þessum lögum skal kjósa á árinu 2023 í eftirfarandi deildir.

1. deild. Bréfberar, flokkstjórar og fulltrúar dreifingarstjóra. Í deildinni eru allir sem vinna við útburð á pósti, flokksstjórar þeirra og fulltrúar dreifingarstjóra. Deildin kýs einn stjórnarmenn og einn til vara á sitt hvoru árinu.

4. deild. Póstmiðstöð Stórhöfða 32. Í deildinni eiga sæti allir starfsmenn póstmiðstöðvar og útkeyrsludeildar nema þeir sem eru í deild 3. Deildin kýs sér tvo stjórnarmenn og tvo til vara.

B: Kosning formanns. Formaður er kosinn beinni kosningu í félaginu til tveggja ára. Kjörgengi hafa allir sem hafa verið skráðir félagar í PFÍ í eitt ár. Kjörstjórn stjórnar kosningunni og lýsir eftir framboði. Frambjóðendur skulu hafa meðmæli minnst 10 félaga úr hverri hinna fjögurra starfsgreinadeilda. Kjörstjórn úrskurðar lögmæti framboðs. Til að vera löglega kjörinn skal frambjóðandi hljóta minnst 50% greiddra atkvæða. Hljóti enginn 50% í fyrstu umferð skal kjósa aftur á milli tveggja efstu. Séu atkvæði jöfn þá skal hlutkesti ráða.

Trúnaðarráð. 9. gr. Félaginu stjórnar trúnaðarráð, skipað formanni félagsins, framkvæmdastjórn og kjörnum trúnaðarmönnum vinnustaða. Ráðið er kosið til tveggja ára. Flytjist trúnaðarmaður milli svæða á tímabilinu tekur varamaður við. Trúnaðarmenn vinnustaða ásamt einum varamanni eru kosnir samkvæmt svæðaskiptingu:

Heimilt er að senda kjörstjórn nöfn trúnaðarmanna áður en framboðsfresti lýkur enda sé vinnustaðurinn sammála um á niðurstöðu.

Framboð skulu hafa borist Kjörstjórn á skrifstofu PFÍ fyrir 28. febrúar 2023. Kjörstjórnin.

22.01.2023

Nýr kjarasamningur. Kosningu lýkur fimmtudaginn 26. janúar.

Kosið um nýjan kjarasamning. Nú stendur yfir kosning um nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Samninganefnd PFÍ tók strax þá stefnu að semja stuttan samning og nota árið til að móta enn frekar þau mál sem brenna á til framtíðar.

Samningurinn um ræðir er að mestu eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið á almennum markaði fram að þessu.

Kosningunni lýkur á hádegi næsta fimmudaginn 26. janúar kl. 12.00 og hvetur samninganefndin alla til að taka þátt og greiða atkvæði á heimsíðu félagsins pfi.is.

Það styrkir samninganefndina að fá góða þátttöku. Framundan eru mikilvægar umræður um áríðandi mál.

Ef samningurinn verður samþykktur verður greitt samkvæmt honum um næstu mánaðarmót.

12.01.2023

Samningaviðræður ganga vel

Annar formlegi fundur með samninganefndum PFÍ og SA/Íslandspósts var í morgun, fimmtudaginn 12. janúar.

Næsti fundur er boðaður mánudaginn 15. janúar. Góður gangur í viðræðunum og jákvæður undirtónn.

11.01.2023

Um aðalfund og fleira 2023.

Á stjórnarfundi 10. janúar var ákveðið að aðalfundur PFÍ og trúnaðarmannanámskeið yrðu mánudaginn 17. apríl 2023.

Dagurinn hefst á trúnaðarmannanámskeiði. í febrúar - mars verða nýir trúnaðarmenn kallaðir til starfa fyrir árin 2023 til 2025.

Aðalfundurinn verður síðan í lok dags 18. apríl með hefðbundinni dagskrá.

Kjörstjórn mun auglýsa eftir frambjóðendum í ýmis trúnaðarstörf um miðjan janúar.

29.12.2022

Viðræður hefjast.

Viðræður við samninganefnd SA/Íslandspósts hefjast mánudaginn 9. janúar.

Gert er ráð fyrir að nýr samnningur verði til eins árs rúmlega eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

Stefnt er að því að ganga frá nýjum samningi sem fyrst og ljóst að hann mun verða á sömu nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

Samninganefnd PFÍ hefur verið boðuð til fundar.

12.12.2022

Samningar 2022.

Kjarasamningar - hvað næst ?

Nú hafa Starfsgreinasambandið, verslunarmenn og iðngreina - tæknimenn skrifað undir kjarasamninga. Atkvæðagreiðsla er komin af stað hjá þeim fyrrnefndu og hefst fljótlega hjá seinni hópnum.

Efling er ekki komin að borðinu auk yfir 100 annarra stéttarfélaga. Samkvæmt yfirlýsingum SA verður sama tilboð sent öðrum félögum sem ekki eru komin af stað. Þar á meðal eru póstmenn sem semja við samninganefnd SA og Íslandspósts.

Það er því næsta víst að við munum fá sambærilegt tilboð, annað hvort krónutölutilboð eða prósentutilboð eins og það sem skrifað var undir í dag. Samninganefnd okkar hefur hallast að krónutölusamningi en það á eftir að koma í ljós þegar þeir tveir samningar sem búið er að skrifa undir hafa verið metnir.

Samninganefnd Póstmannafélagsins hefur beðið eftir því að komast að borðinu og langt er síðan nefndin mótaði sínar áherslur og tilbúin með að leggja þær fram þegar viðræður hæfust. SA ætlaði sér alltaf að semja við stóru hópana áður en viðræður hæfust við fjölda minni félaga. Strax í september viðraði formaður PFÍ við SA að stefna að skammtímasamningi vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Þá var SA ekki tilbúið að samþykkja þá nálgun sem nú hefur raungerst. Við eigum því von á samningstilboði sem gengur út á skammtímasamning sem gildi frá 1. nóv 2022 til janúar 2024. Hvenær þær viðræður hefjast og hversu mikið er í boði að ræða sérkröfur PFÍ á eftir að koma í ljós.

Það er skammur tími til jóla og formaður hefur ekki miklar væntingar til að náist að klára þessi mál fyrir jól, til þess hafa stóru samningarnir dregist um of. Jafnframt þessu hafa stjórnvöld kynnt aðgerðarpakka sem ég set inn hér sérstaklega.

Jón Ingi

25.11.2022

Kjaraviðræður í uppnámi. Ábyrgð stjórnvalda.

Kjaraviðræður virðast vera í uppnámi.

Í gærkvöldi sleit VR viðræðum við SA og snúa sér að annari nálgun.

Ef til vill verður boðað til verkfalla og í dag munu þeir sem voru í samfloti með VR taka ákvörðum um framhaldið.

Líklegt er að Starfsgreinasambandið og aðir sem þar eru taka sömu ákvörðun, kemur væntalega í ljós í dag.

Samninganefnd PFí bíður átekta og ákvörðun um framlagningu kröfugerðar bíður enn um sinn.

Það er áhyggjuefni að stjórnvöld eru ekki samtaka í kjaravinnunni. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðst lifa í sitthvorum heiminum og alls ekki samtaka.

Það tók fjármálaráðherra skamman tíma að eyðileggja þann árangur sem forstætisráðherra náði þá um morguninn.

Það er von okkar að stjórnvöld fari að nálgast þessi mál aF alvöru og ábyrgð.

Svona vingulháttur eins og sást í gær er ekki í boði og mun setja mál í endanlega upplausn.

21.11.2022

Stefnir í skammtímasamning ?

Kjaraviðræður á almenna markaðinum ganga hægt og fátt að frétta.

Þó berast þær fréttir að farið sé að tala um skammtímasamning og þau félög sem komin eru að borðinu ætli sér tíma fram í desember að skoða framhaldið.

Ef farið verður í þann farveg að láta reyna á skammtímasamning gæti sá samningur verð til 24 mánaða eða eitthvað lengur og fyrst og fremst ætlað að verja eitthvað af þeim kaupmætti sem er sannnarlega að rýrna í 10% verðbólgu.

Ekki hefur neitt heyrst frá stjórnvöldum um hugsanlega aðkomu þeirra að samningum.

Opinberu félögin eru síðan með lausa samninga í mars 2023.

Póstmannafélagið hefur ekki lagt fram sína kröfugerð enn sem komið er og ekki tímabært meðan framhaldið hjá stóru félögunum er jafn óljóst sem sjá má.

14.11.2022

Kjaramálin á leið í hnút ?

Samninganefnd PFÍ fundaði í síðustu viku og fór yfir drög að kröfugerð..

Kröfugerðin var að miklu leiti tilbúin í september en verið var að fara yfir gögn og kröfur og leggja síðustu hönd á plaggið.

Það var að samkomulagi í byrjun október að doka með að leggja fram gögn og að samninganefndir PFÍ og SA hittust.

Það var sameiginlegt mat samningsaðila að láta viðræður stóru félaganna fara af stað og sjá hvert þær viðræður stefndu.

Í dag varð það síðan ljóst að ekki var mikill flötur í þeim viðræðum og VR og félagar ákváðu að hætta viðræðum við SA á þessum grunni og vísa deilunni til sáttasemjara.

Það er líklegt að enn verði nokkur dráttur á að samninganefnd PFÍ taki upp viðræður og leggi fram kröfugerð.

Framhaldið hjá okkur mun skýrast á næstu dögum.

Tónninn í þeim viðræðum sem vísað var til sáttasemjara í dag gefa vart tilefni til bjartsýni á að stutt sé í kjarasamninga á almennum markaði.

14.11.2022

Nýr trúnaðarmaður á Suðurlandi.

Nýr trúnaðarmaður hefur tekið til starfa á Suðurlandi.

Alda Guðný Sævarsdóttir Selfossi svaraði kalli félagsins um að taka við trúnaðarstörfum.

Félagið býður Öldu velkomna til starfa og þakkar henni að taka að sér stöðu trúnaðarmanns.

14.11.2022

Hæstiréttur hafnar ósk Íslandspósts um upptöku biðlaunamáls.

Nýlega féll dómur í Landsrétti vegna vangoldinna biðlauna vegna fyrrum starfsmanns Pósts og síma.

Dæmt var fyrrum starfsmanni í hag og biðlaun skyldu greidd.

Íslandspóstur óskaði eftir að Hæstiréttur tæki málið til sín en í nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Íslandspósts.

Dómur Landsréttar stendur því.

21.10.2022

Breytingar á reglum Starfsmenntasjóðs.

Stjórn Starfsmenntasjóðs gerði breytingar á reglum sjóðsins nýverið.

A-liður) Hækkar úr 120 þús í 130 þús.

Nýr liður E) kemur inn. 

Ef hvorki hefur verið sótt um starfstengdan styrk né ferðastyrk í Starfsmenntajóðinn í þrjú ár er hægt að sækja um styrk fyrir 80% af námskeiðsgjaldi að hámarki 390 þús fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi.

Þá varð gerð sú breyting að í stað þess að öðlast réttindi í sjóðnum eftir 12 mánaða félagsaðild, þá stofnast rétturinn eftir 8 mánuði.

16.09.2022

Nýr trúnaðarmaður fyrir pósthúsin á Höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi.

Ilmur Franklínsdóttir trúnaðarmaður hefur látið af störfum hjá Íslandspósti.

Stjórn félagsins hefur tilnefnt Andreu Ósk Garðarsdóttur R 10 nýjan trúnaðarmann fyrir svæðið.

Kosið verður til trúnaðarstarfa fyrir hluta árs 2023 samkvæmt lögum.

Trúnaðarmenn eru kosnir til tveggja ára.

Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður fyrir Vesturland hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu.

Kjörinn varamaður hennar er Svanlaug Nína Sigurðardóttir Akranesi.

13.09.2022

Stjórnarmaður hættir - varamaður tekur sæti.

Stjórnarmaður Hrefna Ásgeirsdóttir Borgarnesi er að hætta störfum hjá Íslandspósti.

Hrefna hefur setið í stjórn fyrir deild 1 sem er dreifing á landsbyggðinni. 

Póstmannafélagið þakkar Hrefnu vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Sæti Hrefnu í stjórn tekur varamaður hennar í stjórn Anna Sævarsdóttir Akureyri.

Við bjóðum hana velkomna til starfa í stjórninni.

05.08.2022

Hús 70 í Munaðarnesi ekki í leigu í vetur.

Orlofshús nr 70 verður lokað í byrjun september og verður ekki í leigu í vetur.

Stefnt  er að því að nýtt hús nr. 70 rísi á grunni þess gamla og verði tilbúið til leigu næsta vor eða í byrjun sumars.

Stjórn félagsins valdi að fara þessa leið frekar en endurbyggja gamla húsið sem var komið á tíma.

Það verður gleðiefni fyrir félaga í PFÍ að fá nýtt og glæsilegt hús sem valkost í Munaðarnesi.

28.02.2022

Úthlutun páskaleigu lokið.

Páskaúthlutun er lokið.

Stakkholt er laust um páskana ennþá en annað komið í leigu.

Búið er að opna fyrir almenna leigu fram til 20. maí en þá verður opnað fyrir umsóknir um sumarleiguna.

Sumarleigunni verður úthlutað seinni hluta apríl.

04.02.2022

Nýr ritari PFÍ

Nýr ritari tók til starfa á stjórnarfundi í vikunni.

Hrefna Eyjólfsdóttir lét af störfum og skilaði sinni síðustu fundargerð eftir síðasta stjórnarfundi í lok síðasta árs.

Nýr ritari er Jóhanna Fríður Bjarnadóttir sem jafnframt er formaður Starfsmenntasjóðs.

Við bjóðum Jóhönnu velkomna til starfa fyrir póstmenn á þessum vettvangi.

17.12.2021

Laun hækka um áramótin samkvæmt kjarasamningi.

Launatöflur Póstmannafélagsins hækka um kr. 25.000 um áramótin.

Hækkun þessi er lokahækkun samkvæmt gildandi kjarasamningi frá 2019.

Samningurinn rennur út í lok árs 2022.

Nánar á kjarasíðu Pfí

Kjarasamningur Póstmannafélags Íslands

01.12.2021

Nýjir stjórnarmenn.

Í gær sátu nýjir stjórnarmenn í Póstmannafélagi Íslands sinn fyrsta stjórnarfund.

Hrefna Ásgeirsdóttir Borgarnesi og Andri Vífilsson útkeyrslu koma ný til starfa.

Við bjóðum þau velkomin til starfa fyrir póstmenn.

Hrefna Eyjólfsdóttir og Valdís Vilhjálmsdóttir láta af störfum eftir langa þjónustu.

Póstmannafélagið óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni og þakkar stjörf þeirra fyrir póstmenn í áranna rás.

20.10.2021

Undirbúningur fyrir aðventuhitting Eftirlaunadeildar hafinn.

Stjórn Eftirlaunadeildar hefur hafið undirbúining aðventufundar deilarinnar  sem verður væntalega í lok nóvember.

Loksins eftir langt hlé er þessi viðburður á dagskrá á ný. Vonandi halda afléttingar sóttvarnayfirvalda og póstmenn geta hist á ný á góðri stundu.

Líklegt er að dagskráin verði með hefbundnu sniði og þegar nær dregur mun stjórn deildarinnar senda út bréf til áréttingar.

Þessi hittingur er notaleg stund og gamli póstmenn gleðjast mjög að geta hitt gamla samstarfmenn á góðri stundu.

Því miður hefur aðventuhittingi Eftirlaunadeilar verið aflýst vegna samkomutakmarkana.

20.10.2021

Nýr skoðunarmaður reikninga.

Á aðalfundinum í september var kjörinn nýr skoðunarmaður reikninga.

Harpa Guðbrandsdóttir Akureyri kom í stað Eyjólfs Guðmundssonar sem lætur af embætti samkvæmt eigin ósk.

PFÍ þakkar Eyjólfi langt og farsælt starf í þágu póstmanna og Póstmannafélagins.

22.09.2021

Aðalfundur Eftirlaunadeildar.

Loks tókst að halda aðalfund Eftirlaunadeildar.

Það voru fundir áranna 2020 og 2021, en vegna covid tókst ekki að halda fund í fyrra.

Fyrir lá að kjósa nýja stjórn til tveggja ára.

Ný stjórn er þannig skipuð.

Vilborg Gunnarsdóttir formaður

Lea Þórarinsdóttir, Fanney Helgadóttir, Edda Egilsdóttir og ný inn kemur Valdís Vilhjálmsdóttir.

Ragnheiður Jónsdóttir fór úr stjórn að eigin ósk og þakkar Eftirlaunadeildinn henni góð störf til fjölda ára.

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir flutti afar áhugaverðan fyrirlestur um heilsu, hreyfingu og kulnun og nutu fundargestir veitinga eftir fyrirlestur Ólafs.

16.08.2021

Viðgerðir á húsum 16 og 22 í Munaðarnesi síðsumars

Hús nr. 16 og 22 í Munaðarnesi verða lagfærð með haustinu.

Gluggar og hurðir verða endurnýjaðar og þak og einangrun endurnýjuð.

Stjórn félagsins er nú að leita tilboða í verkið og líklegt að það verði framkvæmt í lok sept. eða byrjun okt.

Það er þó ekki kominn ákveðinn tími á framkvæmdirnar, verður auglýst síðar.

Stjórnin er jafnframt að skoða verkefni sem tengjast húsi nr 70 á sama stað en það er skemmra komið.

Það er fagnaðarefni að þessi hús fái andlitslyftingu utanhúss en þau voru endurbyggð að innan á árunum 2016 og 2017.

31.07.2021

Nýr aðaltrúnaðarmaður á Norðurlandi svæði 4.

Nýr aðaltrúnaðarmaður hefur tekið við á Norðurlandi, svæði 4.

Snævar Óðinn Pálsson hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og varatrúnaðarmaður Hilmir Vilhjálmsson hefur tekið við boltanum.

Við þökkum Snævari störf fyrir PFÍ og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Bjóðum Hilmi velkominn til starfa.

18.05.2021

Aðalfundur BSRB ályktar.

Aðalfundur BSRB lýsir yfir stuðningi við konur sem stigið hafa fram í nýrri bylgju #metoo frásagna með sögur af ofbeldi og áreitni, en einnig þær konur sem ekki hafa stigið fram opinberlega með sínar sögur.

„Við trúum ykkur og stöndum með ykkur,“ segir meðal annars í yfirlýsingu aðalfundar bandalagsins um #metoo. Ályktunin var samþykkt einróma á fundinum sem lauk um hádegi í dag.

17.05.2021

Orlofsfé sumarmanna greitt jafnóðum með launum.

Pósturinn stefnir á að greiða sumarstarfsfólki orlofsfé með launum hverju sinni í stað þess að leggja inn á orlofsreikninga.

Af þessu töluvert hagræði því það verður stöðugt meira flækjusig og meiri vinna við að stofna orlofsreikninga.

PFÍ gerir ekki athugsemdir við þetta nýja fyrirkomulag og getur tekið undir þau rök að flækjustig í bankakerfinu vaxa stöðugt.

Sumarafleysingafólk mun því fé orlofslaunin sín greidd jafnóðum með launum en ekki inn á sérstaka orlofsreikninga eins og verið hefur í áranna rás.

28.04.2021

1. maí 2021.

Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti- og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí klukkan 21:00.

( smellið á slóðina )

27.04.2021

Upplýsingar frá formanni.

Ný styttist í sumarið og að mörgu að hyggja.

Orlofshús og íbúðir.

Í maí verður farið yfir búnað orlofshúsa og íbúða, þrifið í hólf og gólf og borið á pallana í Munaðarnesi. Nú stendur yfir umsóknaferli fyrir sumarið og þann 5. maí verður úthlutað. Við munum auglýsa það sem þá verður eftir og þá gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær". Þeir sem ætla sér að sækja um eru beðnir að gera það fyrir úthlutunardaginn þann 5. maí. Fram að sumarúthlutun er bent á lausa kosti sem gott er að nýta fyrri hluta maímánaðar. Eiðar munu þó ekki opna fyrr en með sumarúthlutun. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hitaveitubúnaði og stýrikerfi pottanna í Munaðarnesi og ættu vandamál að vera úr sögunni þar.

Aðalfundur og trúnaðarráðsfundur.

Vorfundunum hefur verið frestað til haustsins vegna sóttvarnareglna. Við erum bjartsýn á að okkur takist að halda þá fundi með hefðbundum hætti í haust þegar góður meirihluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur. Þá er stefnt á seinni hluta septembermánaðar eða byrjun október.

Sumarferð Eftirlaunadeildar.

Enn sem komið er hefur ferð Eftirlaunadeildar í júlí ekki verið blásin af. Von er til að hægt verði að fara hana en það auðvitað byggist fyrst og fremst á hvaða reglur verða í gildi þá hvað varðar fjöldatakmarkanir. Ákvörðun verður að liggja fyrir í maí. Það verður auglýst um leið og hægt verður. Það verður gert í samráði við stjórn Eftirlaunadeildarinnar.

Heimsóknir á vinnustaði.

Því miður hefur lítið verið um að formaður og aðrir stjórnarmenn hafi getað mætt á vinnustaði og heyrt í félagsmönnum. Aðgengi að vinnustöðum hefur verið mjög takmarkað vegna sóttvarnareglna en vonandi fer eitthvað að slakna á því og hægt verður að mæta á vinnustaði og heyra í félagsmönnum beint. Þetta ástand hefur nú staðið í meira en ár og mál að linni.

BSRB þing í haust.

Unnið er að undirbúningi BSRB þings í haust. Hvernig það verður haldið er ekki ljóst en allir krossa fingur og vona að covidstaðan verði með þeim hætti að hægt verði að halda það með venjubundnum hætti.

1. maí.

Hátíðarhöld 1. maí verða ekki með hefbundum hætti frekar en flest í þjóðfélaginu. Dagskrá verður í RUV og þar verður sett upp lífleg og fjölrbreytt dagskrá sem vonandi sem flestir gefi sér tíma til að fylgjast með.

Gleðilegt sumar og þakkir fyrir veturinn

Jón Ingi Cæsarsson formaður PFÍ.

09.03.2021

Opnað hefur verið fyrir sumarorlofsumsóknir.

https://orlof.is/pfi/site/rent/rent_list.php

Opnað hefur verið fyrir sumarumsóknir í orlofshúsum og íbúðum.

Tímabilið hefst 21.22 maí.

Úhlutun fer  fram í 5. maí.

Verð þau sömu og í fyrra.

Úthlutað samkvæmt punktakerfi. 

05.03.2021

Pósthús höfuðborgarsvæðinu - stytting vinnuvikunnar.

Stytting vinnuvikunnar.

Nú liggur fyrir ákvörun um styttingu vinnuvikunnar á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Starfshópur skilaði af sér tillögum og þær hafa nú verið samþykktar.

_______________________

Niðurstaðan var sú að leggja til að afgreiðslutími yrði

• 9:30 – 17:00 mán - fim.

• 9:30 – 16:00 föstudaga

var það samþykkt og stefnt á að taka gildi frá og með 1.apríl.

_______________________

Von okkar er að svipuð vinna fari fram víðar fljótlega og markmiðið að ná fram markvissri styttingu sem skilar sem bestri niðurstöðu.

Til hamingju félagar á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu, flott vinna og góð niðurstaða.

05.03.2021

Trúnaðarmenn 2021 - 2023.

Kosningu trúnaðarmanna fyrir árin 2021 - 2023 er lokið. Nýir trúnaðarmenn taka við á trúnaðarráðs/aðalfundi í vor.

Við bjóðum nýja trúnaðarmenn velkomna til starfa og hlökkum til að hittast á fundi með vorinu.

Trúnaðarmenn 2021 - 2023.

Svæði 1: Akranes - Borgarnes.

Hrefna Ásgeirsdóttir Borgarnesi. Til vara: Svanlaug Nína Sigurðardóttir Akranesi.

Svæði 2: Búðardalur og Snæfellsnes. Jónína A Víglundsdóttir Stykkishólmi. Til vara: Hinrik Elvar Finnsson Stykkishólmi

Svæði 3: Vestfirðir.

Bjarney Halldórsdóttir Ísafirði.

Svæði 4: A. og V. Húnavatnssýslur, Skagafjörður, Akureyri, Eyjafjörður, Fjallabyggð.

Snævar Óðinn Pálsson og Harpa Guðbrandsdóttir. Akureyri.

Til vara: Íris Halla Sigurðardóttir og Hilmir Vilhjálmsson. Akureyri.

Öryggistrúnaðarmaður Reynir Stefánsson.

Svæði 5: Þingeyjarsýslur og Vopnafjörður.

Guðný María Waage Húsavík.

Svæði 6: Austurland.

Jóhanna Margrét Agnarsdóttir Reyðarfirði.

Til vara: Hafdís Þóra Ragnarsdóttir Neskaupsstað.

Svæði 7: Suðurland.

Andri K. Helguson Selfossi.

Svæði 8: Vestmannaeyjar.

Birna Soffía Björnsdóttir. Til vara: Guðrún Gísladóttir.

Svæði 9: Suðurnes.

Nerijus Savickas Keflavík. Til vara: Hilmar Haukur Friðriksson Keflavík.

Svæði 10: Pósthús Höfuðborgarsvæðinu 101 - 270.

Árni Reynir Hassel Guðmundsson Pósthús R9

Til vara: Ilmur Eir Franklínsdóttir Pósthús R8.

Svæði 11: Dreifingarstöð / Útkeyrsla Höfuðborgarsvæðinu.

Atli Backmann / Agnar Björnsson Úkeyrsludeild.

Svæði 12: Póstmiðstöð - bréfa og böggladeild / Skrifstofur Höfðabakka 9 og Stórhöfða 32.

Sigríður Ástmundsdóttir / Elísabet Brynjarsdóttir.

02.03.2021

Frá kjörstjórn.

Kjörstjórn Póstmannafélagsins auglýsti embætti formanns og hluta stjórnarmanna í byrjun árs, með fresti til 28. febrúar 2021.

Fráfarandi formaður tilkynnti framboð. Ekkert mótframboð barst og telst því Jón Ingi Cæsarsson rétt kjörinn formaður Póstmannafélagsins fyrir tímabilið 2021 – 2023.

Fráfarandi stjórnarmaður tilkynnti framboð sitt til áframhaldandi setu fyrir árin 2021 – 2023. Ekkert mótframboð barst og telst Anna Jóna Arnbjörnsdóttir rétt kjörinn stjórnarmaður fyrir Póstmiðstöð til næstu tveggja ára.

Ekkert framboð barst til stjórnarmanna í deild 1 og mun kjörstjórn því leitast við að leysa það fyrir vorið.

Aðal og trúnaðaráðafundir eru að öllu óbreyttu í apríl og þá munu kjörnir fulltrúar taka formlega við embættum til tveggja ára.

25.02.2021

BSRB-húsið opnar á ný.

Nú þegar yfirvöld hafa rýmkað sóttvarnaaðgerðir sínar og verulega hefur dregið úr smitum innanlands hefur stjórn FMS ákveðið að opna BSRB-húsið á nýjan leik frá og með morgundeginum, föstudaginn 26.febrúar.

Húsið hefur verið lokað öðrum en starfsfólki frá því í byrjun október þó þau viðmið hafi síðan verið útvíkkuð og heimilt hefur verið um nokkurt skeið að taka á móti gestum og iðnaðarmönnum.

Lögð verður áhersla á grímu- og sprittnotkun.

Borðið með spritti og grímum verður sýnilegt þegar komið er inn í húsið.

02.02.2021

Stytting vinnuvikunnar.

Stytting vinnuvikunnar.

Hafin er vinna við að fullmóta hugmyndir vinnustaðanna um útfærslu við styttingu vinnuvikunnar.

Í fyrstu lotu er hugað að styttingu með markvissum hætti á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Fleiri svæði koma svo í kjölfarið. Markmiðið er að ákvæði um styttingu verði félagsmönnum okkar til gagns og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. Markmið með styttingu vinnuvikunnar var alltaf að ná fram betra vinnuumhverfi með hagsmuni fjölskyldna og einstaklinga að leiðarljósi í samvinnu við fyrirtækið.

Vinnan verður í nánu samstarfi starfsmanna á vinnustöðunum og Íslandspósts og stefnt að því að þessu verði lokið sem fyrst.

PFÍ mun verða á hliðarlínunni og fylgjast með framgangi mála.

Ákvæði í kjarasamningi voru með eftirfarandi hætti.

Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting með það að markmiði að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Fyrirkomulag styttingar virks vinnutíma geta verið útfærð á marga vegu, t.d:

1. Tekin eru sveigjanleg hvíldarhlé frá vinnu, eitt eða fleiri.

2. Hádegishlé lengt.

3. Hver vinnudagur styttur, umsaminn fjöldi vinnudaga styttur eða einn dagur vikunnar styttur.

4. Styttingu safnað upp í frí heila eða hálfa daga.

5. Blönduð leið.

27.01.2021

Fréttir frá stjórn

Í ársbyrjun 2021.

Stjórn PFÍ fundaði í gær þann 26. janúar. Helstu mál á dagskrá eru kosningamál en í mars munu nýjir trúnaðarmenn fyrir árin 2021/2023 kynntir til leiks. Nú hefur verið auglýst eftir frambjóðendum og framboðsfrestur er til 28. febrúar.

Nýtt trúnaðarmannakerfi var samþykkt á aðalfundi þar sem tekið er mið af þeim breytingum sem orðið hafa á skipulagi Íslandspósts, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig hefur verið augýst eftir framboðum til stjórnar og formanns. Þeim framboðsfresti lýkur sömuleiðis í lok febrúar. Kosið er til tveggja ára.

Stjórnin er nokkuð bjartsýn á að hægt verið að halda trúnaðarráðs og aðalfundi í apríl eins og vaninn hefur verið í áranna rás. En það kemur vonandi í ljós í góðum tíma, covid-19 hefur látið undan síga að undanförnu. Það er afar mikilvægt að trúnaðarráðið nái því að hittast til að stilla saman strengi fyrir næstu árin.

Aðalfundur Eftirlaunadeildar á að vera í mars og vonandi gengur það eftir. Með góðum gangi í bólusetningum ætti það að hafast. Það kemur í ljós í febrúar.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á tveimur húsum í Munaðarnesi en þar hefur hitakerfi verið endurnýjað og nýtt stýrikerfi hefur verið sett í heitu pottana. Stefnt er að því að taka hús nr. 70 í gegn á sama hátt fyrir sumarúthlutun. Búið er að opna fyrir páskaumsóknir í orlofshúsum og íbúðum.

Félagsmenn eru hvattir til að sækja um í Frímann en úthlutun verður í fyrri hluta febrúar. Ekki er opnað fyrir leigu að Eiðum um páskana.

BSRB húsið verður lokað áfram og verður sú ákvörðun endurskoðuð í samræmi við sóttvarnareglur og þróun covid-19 næstu vikur. Breyting á því verður auglýst.

11.01.2021

Kosningar 2021. Auglýsing frá kjörstjórn.

Auglýsing frá kjörstjórn vegna kosninga til stjórna og ráða Póstmannafélags Íslands 2021.

A: Kosning framkvæmdastjórnar. Kjörstjórn stjórnar kosningu og lýsir eftir framboðum til stjórnar. Það ár sem kosning til formanns fer fram skal kjósa einn stjórnarmann úr 1. og 4. deild. Á næsta ári skal kjósa einn fulltrúa úr 1., 2. og 3. deild. Samkvæmt þessum lögum skal kjósa á árinu 2021 í eftirfarandi deildir.

1. deild. Bréfberar, flokkstjórar og fulltrúar dreifingarstjóra.

Í deildinni eru allir sem vinna við útburð á pósti, flokksstjórar þeirra og fulltrúar dreifingarstjóra. Deildin kýs tvo stjórnarmenn og tvo til vara á sitt hvoru árinu. 1 aðalmann og 1 varamann árið 2021

Vegna sérstakra aðstæðna þarf að kjósa aðalmann og varamann til tveggja ára og aðalmann til eins árs.

4. deild. Póstmiðstöð Stórhöfða 32.

Í deildinni eiga sæti allir starfsmenn póstmiðstöðvar og útkeyrsludeildar nema þeir sem eru í deild 3. Deildin kýs sér einn stjórnarmann og einn til vara.

B: Kosning formanns.

Formaður er kosinn beinni kosningu í félaginu til tveggja ára. Kjörgengi hafa allir sem hafa verið skráðir félagar í PFÍ í eitt ár. Kjörstjórn stjórnar kosningunni og lýsir eftir framboði. Frambjóðendur skulu hafa meðmæli minnst 10 félaga úr hverri hinna fjögurra starfsgreinadeilda. Kjörstjórn úrskurðar lögmæti framboðs. Til að vera löglega kjörinn skal frambjóðandi hljóta minnst 50% greiddra atkvæða. Hljóti enginn 50% í fyrstu umferð skal kjósa aftur á milli tveggja efstu. Séu atkvæði jöfn þá skal hlutkesti ráða.

Trúnaðarráð. 9. gr.

Félaginu stjórnar trúnaðarráð, skipað formanni félagsins, framkvæmdastjórn og kjörnum trúnaðarmönnum vinnustaða. Ráðið er kosið til tveggja ára. Flytjist trúnaðarmaður milli svæða á tímabilinu tekur varamaður við. Trúnaðarmenn vinnustaða ásamt einum varamanni eru kosnir samkvæmt eftirfarandi svæðaskiptingu: ( sjá á blaði 2) Heimilt er að senda kjörstjórn tillögu að nöfnum trúnaðarmanna áður en framboðsfresti lýkur enda sé vinnustaðurinn sammála um á niðurstöðu.

Framboð skulu hafa borist Kjörstjórn á skrifstofu PFÍ fyrir 28. febrúar 2021.

Kjörstjórnin.

26.11.2020

Ályktun frá Formannaráði BSRB.

Þar segir að það sé löngu tímabært að bæta starfsumhverfi starfsfólks almannaþjónustunnar, sem unnið hefur þrekvirki í því að koma landsmönnum í gegnum faraldurinn. „Í stað þess að leita leiða til að létta álagi af starfsfólki í framlínu baráttunnar gegn faraldrinum er nú kallað eftir aðhaldi í rekstri og niðurskurði.,

Verði ekki horfið frá þessari stefnu geta afleiðingarnar fyrir heilsu starfsfólksins verið alvarlegar,“ segir í ályktuninni.

„Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna.

Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum,“ segir þar ennfremur.

Ályktunina í heild sinni má lesa hér.

20.11.2020

Aðalfundur PFÍ þann 19. nóv. 2020

Rafrænn aðalfundur PFÍ var haldinn í gær fimmtudaginn 19. nóv.

Fundurinn gekk mjög vel en þetta var í fyrsta sinn sem PFÍ heldur fund með þessum hætti.

Nánari fréttir af fundinum koma inn á næstunni.

Allar tillögur stjórnar voru samþykktar samhljóða ásamt reikningum félagsins fyrir 2019.

Upphaflega átti aðalfundur að vera í apríl en vegna covid - 19 hefur tvívegis þurft að fresta honum.

Lögum um trúnaðarmenn var breytt og færðar að því skipulagi sem nú er á vinnustöðunum en eins og flestir vita hefur það breyst mikið á síðustu mánuðum.

Kosið var í þær nefndir sem aðalfundur krefst samkvæmt lögum.

Trúnaðarráð mun funda snemma á næsta ári og vonandi tekst að halda aðalfund með hefðbundnum hætti í apríl, maí 2021.

28.10.2020

Laun í sóttkví.

Íslandspóstur mun greiða laun í sóttkví. 

Skilyrði um slíkt er að...

Fara þarf inn á www.heilsuvera.is og sækja þar um vottorð um slíkt og senda það á launafulltrui.is

Hlekkur á vef Vinnumálastofnunar um málefni er varða sóttkví.

22.10.2020

Aðalfundur í nóvember. Fjarfundur.

Stjórn hefur nú hafið undirbúnings aðalfundar í nóvember. Upphaflega átti að halda þennan fund í apríl en hefur verið frestað ítrekað vegna sóttvarnareglna í covid - 19 faraldri.

Fundurinn verður fjarfundur og verður bundinn við að samþykkja lögbundin atriði aðalfundar.

Hægt verður að mæta á fundinn í tölvu eða síma og þar verða greidd atkvæði um reikninga, lagabreytingar og fleira er tilheyrir aðalfundarafgreiðslum. Farið er inn á fundinn með kennitölu.

Mikilvægt er að fá góða þátttöku á fundinn þegar þar að kemur.

Unnið er að undirbúningi þessa dagana og fyrirtækið Könnuð sem eru með mikla reynslu í fjarfundagerð er með málið fyrir PFÍ.

Dagur aðalfundar liggur ekki fyrir en stefnt er að ljúka honum fyrir miðjan nóvember.

Trúnaðarmenn munu kynna mál þegar nær dregur.

Aðalfundurinn verður auglýstur nánar þegar dagsetning liggur fyrir.

16.10.2020

Aðventukvöldi Eftirlaunadeildar aflýst.

Aðventukvöldi Eftirlaunadeildar sem til stóð í nóvember er aflýst þetta árið vegna covid-19.

Stjórn Eftirlaunadeildar í samráði við skrifstofu PFÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ástandið í þjóðfélaginu sé með því móti að boða ekki til samkomuhalds á næstunni.

Nú hefur núverandi hömlum sóttvarnayfirvalda verið framlengt um þrjár vikur og því er þetta ákveðið og tilkynnt nú þegar.

BSRB húsið verður lokað enn um sinn og þar með skrifstofa félagsins.

14.10.2020

Skrifstofan lokuð þessa viku og næstu.

Bsrb húsið er lokað almennri umferð og verður út þessa viku að minsta kosti. Líklegt að þannig verði næstu viku líka. Covid-19 og reglur frá sóttvarnayfirvöldum ráða ferðinni þessa dagana.

Því miður urðum við enn einu sinni að fresta aðalfundi sem vera átti þann 9. okt. Hvenær við náum að halda hann er fullkomlega óljóst þessa dagana. 

Því miður virðist þessi bylgja veirunnar vera stærri og erfiðari en sú í vor.

Stjórn Eftirlaunadeildar er með til skoðunar aðventukvöldið góða sem venjulega er haldið í nóvember.

Nánast er öruggt að það falli niður þetta árið því miður. Munum auglýsa það sérstaklega.

Formaður og framkvæmdastjóri eru heima að mestu og félagsmenn eru beðnir að senda tölvupósta á pfi@bsrb.is með tilfallandi erindi.

Einnig er hægt að hafa samband í síma 892-6560 Jón Ingi eða 663-1241 Sigrún.

06.10.2020

Aðeins um stöðu mála í byrjun október.

Covid - 19 og starfið framundan.

Árið 2020 hefur verið sérstakt og enn bætir í það. Stjórn Póstmannafélagsins hefur gert þrjár tilraunir til að halda aðal og trúnaðarráðsfund samkvæmt lögum. Síðast var stefnt að föstudeginum 9. október og þá voru í gildi reglur um að 100 mættu koma saman en hafa góðar sóttvarnir. Nú hafa smit farið úr böndunum og sóttvarnayfirvöld þrengt reglur mjög og nú mega ekki fleiri en 20 koma saman sem gerir aðalfund óframkvæmanlegan í þeirri mynd sem að var stefnt.

Það er líka ábyrgðarlaust að safna saman fólki eins og staðan er núna og veiran breiðist hratt út. Líklega eru landsmenn ekki að taka þessi mál nægilega alvarlega og við orðnir kærulausir, líklega orðnir leiðir á ástandinu.

Við munum leita allra leiða til að ljúka lögbundnum aðalfundi við fyrsta tækifæri en fellum niður trúnaðarráðsfundinn fyrir árið 2020. Það er ákveðinn ótti í hugum landsbyggðartrúnaðarmanna að ferðast á höfuðborgarsvæðið enda er útbreiðslan lítil eins og staðan er núna úti á landi.

Þetta er auðvitað að valda okkur óþægindum í félagsstarfinu en við því er ekkert að gera. Við vonum bara að takist að ná tökum á þessu og við getum haldið áfram veginn í félagsstarfinu.

Við þurfum að ná að halda aðalfundinn en ljóst er að vel þarf að hugleiða stöðuna með annað. Þar er helst að nefna aðventuhátíð Eftirlaunadeildar og jólasamkomur. En við höfum mánuð til að ákveða hvað verður gert í því. Þar ráða sóttvarnalög ferðinni.

Verið er að hugleiða stöðu BSRB hússins og hvort þar verður lokað eins og mars og apríl. Ákvörðun hefur ekki verið tekin en ef sú verður niðurstaðan verður lokað á skrifstofu PFÍ og unnið heima.

Það verður auglýst sérstaklega ef þannig fer.

25.09.2020

Segir SA upp kjarasamningum ?

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja for­send­ur lífs­kjara­samn­ings brostn­ar og að samn­ingsaðilar þurfi að bregðast við þeirri stöðu. Sam­tök­in segja að þeim sé heim­ilt að segja upp lífs­kjara­samn­ingi um kom­andi mánaðamót fá­ist verka­lýðshreyf­ing­in ekki til þess að aðlaga samn­ing­inn að „gjör­breyttri stöðu efna­hags­mála.“

( mbl.is )

Á næstu dögum mun koma í ljós hvort SA segir upp kjarasamingum á almennum markaði. Greidd verða atkvæði um það í samtökunum. Samningur Póstmannafélagsins byggir á samkomulagi við Íslandpóst/SA frá 1. apríl 2019. 

Samkvæmt þeim samningi eiga laun að hækka um næstu áramót og ef SA ákveður að segja upp samningum eða fresta launahækkum er komin upp grafalvarleg staða.

Stóru félögin innan ASÍ hafa boðað átök ef svo fer.

Staðan í kjaramálum er því mjög eldfim og það mun koma í ljós á næstu dögum hvar þetta endar.

18.09.2020

Rafrænar lausnir.

Stjórn PFÍ hefur unnið að undirbúningi næstu kosninga sem eru í mars á næsta ári. Þá verða kosnir trúnaðarmenn á vinnustöðum samkvæmt nýju trúnaðarmannakerfi. Einnig verða kjörnir stjórnarmenn samkvæmt kerfi sem lögin afmarka.

Lagðar verða fram tillögur að þeim breytingum á aðalfundi þann 9. október.

Stefnt er að því að þessar kosningar verði rafrænar en fyrsta slík var þegar greidd voru atkvæði um nýjan kjarasamning.

Hafinn er undirbúningur að nýrri handbók en nokkuð er umliðið síðan hún kom út síðast. 

Breyting verður þar á og stjórnin hefur ákveðið að handbókin verði rafræn á heimasíðu og hætt að prenta hana í hundruðum eintaka.  Það auðveldar auk þess að uppfæra upplýsingar í bókinni jafn óðum.

Bókin verður unnin til enda að loknum aðalfundi í október og þá með nýjustu upplýsingum.

16.09.2020

Dagskrá aðalfundar þann 9. október 2020.

Dagskrá aðalfundar 9. október 2020 kl. 16.00

Að óbreyttu Grettisgötu 89  105 Reykjavík.

1. Skýrsla stjórnar 2019

2. Reikningar félagsins 2019

3. Lagabreytingar 

4. Nefndakjör

5. Kosning skoðunarmanna reikninga félagsins

6. Ákvörðun félagsgjalds og gjalds til vinnudeilusjóðs

7. Staða kjaramála

8. Önnur mál

Vegna covid-19 takmarkana þarf að skrá komu sína á aðafundinn á netfang pfi@bsrb.is eða símleiðis í síma 525-8370 fyrir 6. október 2020.

12.08.2020

Vetrarleiga orlofshúsa og íbúða.

Opnað var fyrir vetrarleigu orlofshúsa og íbúða 12. ágúst kl. 13.00.

Haust og vetrarleiga 2020 - 2021.

Stakkholt Reykjavík og Ásatún Akureyri

Vikuleiga 26.000,-kr helgarleiga 19.000,-kr 1 nótt 9.000,-kr (þá er það virku dagarnir, mán til fimmtudags) viðbótarnótt 4.000,-kr

Munaðarnes hús 70

Vikuleiga 20.000,-kr helgarleiga 16.000,-kr viðbótarnótt 2.500,-kr

Munaðarnes hús 16 og 22

Vikuleiga 19.000,- kr helgarleiga 15.000,-kr viðbótarnótt 2.500,-kr

Illugastaðir pantanir þar fara fram í gegnum staðarhaldara í síma 4626199 eða hlif@est.is

Lokað að Eiðum yfir vetrarmánuðina. ( þó má senda beiðni á skrifstofu PFÍ fyrir september og eitthvað áfram. Munum leigja handvirkt meðan vatn er á húsunum og ekki er formlega lokað )

Pantanir og greiðsla fara fram gegnum orlofsvefinn Frímann. ( nema Eiðar og Illugastaðir )

http://www.pfi.is/orlofsvefur

07.08.2020

Lausar vikur í orlofshúsum.

Nú líður að lokum sumarúthlutana orlofshúsa og íbúða.

Lýkur 11. sept.

Samtals 6 lausar vikur í þremur húsum í Munaðarnesi ágúst og sept.

Tvær vikur lausar á Eiðum í september.

Tvær lausar vikur á Illugstöðum í lok ágúst og í sept.

Tvær vikur í Ásatúni Akureyri í lok ágúst og sept.

Ein vika í Stakkholti í september.

Opnað verður fyrir haust-vetrarleigu í næstu viku.

Fyrstur kemur - fyrstur fær.

01.07.2020

Hjólapóstar - skoðun á aðbúnaði og hollnustuháttum.

Stjórn Póstmannafélagins hafði lagt fram skjal í 17 liðum þar sem farið var yfir ýmis atriði er varða aðbúnað, hollnustuhætti og starfumhverfi hjólapósta. Eins og kunnugt er þá ætlar Pósturinn að færa stóran hluta vinnu við útburð í þann farveg. Enn meira en verið hefur. PFÍ hefur haft af því áhyggjur að bæði álag og öryggi hjólapósta mætti vera í betra horfi og því voru þessir 17 punktar settir fram til að rýna þá stöðu.

Á Samstarfsnefndarfundi nýlega var það staðfest að málinu yrði vísað til Vinnueftirlitsins til skoðunar að frumkvæði Íslandspósts. Vonandi getur sú skoðun farið fram og gefið verði út álit fljótt og vel.

Ef standa til miklar breytingar og aukning á þessu fyrirkomulagi við útburð er það skoðun félagins að fyrir þurfi að liggja álit og niðurstaða úr þeirri skoðun áður en farið verði í frekari breytingar á þessu fyrirkomulagi, „útburður á þríhjólum.“

19.06.2020

Langflestir í skertu starfshlutfalli fengu hlutabætur

Stærstur hluti launafólks sem fór í skert starfshlutfall vegna COVID-19 faraldursins sótti um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli frá Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í könnun á áhrifum heimsfaraldursins á launafólk sem rannsóknarfyrirtækið Maskína vann fyrir BSRB.

Alls sóttu tæplega 86 prósent þeirra sem lentu í þessari stöðu um hlutabætur. Á almenna vinnumarkaðinum var hlutfallið rúmlega 90 prósent en aðeins 26 prósent meðal opinberra starfsmanna. Um fimmtungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að staða þeirra á vinnumarkaði hafi breyst frá því sem hún var í byrjun febrúar vegna COVID-19. Þegar aðeins er skoðaður sá hópur sem hafði orðið fyrir breytingum kom í ljós að um 12 prósent hafði verið sagt upp, 57 prósent störfuðu í skertu starfshlutfalli og 10 prósent voru í launalausu leyfi.

Þá sögðu um 21 prósent að aðrar breytingar hafi orðið á stöðu þeirra, til dæmis að þau hafi verið færð til í starfi. Af þeim sem störfuðu í skertu starfshlutfalli í faraldrinum sögðust um 74 prósent vinna í samræmi við nýtt starfshlutfall og rúmlega 16 prósent sögðust vinna minna en nýja starfshlutfallið sagði til um. Þá sögðust um 10 prósent vinna meira en það starfshlutfall sem þau fengu greitt frá launagreiðanda.

( Frá BSRB ) ( klikka á texta til að fá alla greinina )

16.06.2020

Skrifstofan lokuð 18. og 19. júní vegna sumarleyfa.

Skrifstofa PFÍ er lokuð fimmtudaginn 18. júní og föstudaginn 19. júní.

Við opnum aftur á mánudaginn 22. júní kl. 9.00.

Vinsamlega sendið tölvupóst ef áríðandi erindi kallar.

Netfangið er pfi@bsrb.is

Póstinum verður svarað við fyrsta tækifæri.

30.04.2020

Tilkynning frá Kjörnefnd um stjórnarkjör.

Kosning í stjórn Póstmannafélags Íslands 2020.

Kjörstjórn félagsins auglýsti eftir framboðum til stjórnar fyrir eftirtaldar deildir í febrúar.

1. deild. Bréfberar, flokkstjórar og fulltrúar dreifingarstjóra.

2. deild. Póstafgreiðslumannadeild.

3. deild. Deild stjórnenda og skrifstofufólks.

Eitt framboð barst í hverja deild.

Hrefna Eyjólfsdóttir Dreifingu Stórhöfða er því rétt kjörin stjórnarmaður fyrir deild 1.

Reynir Stefánsson Akureyri er rétt kjörinn stjórnarmaður fyrir deild 2.

Urður Mist Þórhildardóttir R8 er rétt kjörin stjórnarmaður fyrir deild 3.

Þau eru kjörin til tveggja ára eins og lög félagsins gera ráð fyrir.     Venjulega eru þessar niðurstöður tilkynntar á aðalfundi í apríl en þar sem búið er að fresta þeim fundi um óákveðinn tíma er þetta tilkynnt hér með. 

Kjörstjórn PFÍ.

27.04.2020

1. maí með öðru sniði.

Kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir hefðbundna dagskrá þann 1. maí, enda samkomubann í gildi í landinu.

Þetta verður því í fyrsta skipti síðan árið 1923 að íslenskt launafólk safnast ekki saman þennan dag til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Þess í stað munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40.

18.04.2020

Tillögur BSRB vegna COVID-19

Tillögur BSRB vegna COVID-19

Stjórn BSRB hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum vegna COVID-19.

Slóð á síðu BSRB er hér fyrir ofan og PFÍ hvetur félagsmenn sína að fylgjast með framhaldinu.

Stjórn PFÍ vonar sannarlega að undir þessar tillögur verði tekið því þær snúa að miklu leiti að aðgerðum vegna heimila og fjölskyldna.

Ljóst er að þær tillögur sem fram hafa komið eru ágætar svo langt sem þær ná en langt frá því að vera fullnægjandi.

15.04.2020

Skrifstofan lokuð enn um sinn og fleira.

Skrifstofa PFÍ og skrifstofur BSRB eru lokaðar enn um sinn. Eins og áður er símum og tölvupóstum svarað.

Almannavarnir og stjórnvöld hafa boðað breytingar á samkomubanni 4. maí, þá verða ýmar reglur rýmkaðar og starfsemi hefst í sumum þeirra fyrirtækja sem hafa verið lokuð. Við munum fylgja þeim leiðbeiningum eins og aðrir.

Stjórn PFÍ mun að ölllu óbreyttu koma saman í byrjun maí og leggja línur um starfið inn í sumarið.

Bókanir sunarhúsa og íbúða í gegnum orlofsvefinn Frímann fara vel af stað og við viljum benda félögum okkar á að sækja um leigutíma sem fyrst. Úthlutun fyrir sumartímann verður síðan í byrjun maí að öllu óbreyttu.

Orlofsvefur PFÍ

07.04.2020

Orlofshús og fleira í sumar.

Vinna við undirbúning sumarorlofstímans stendur yfir.

Endurnýja þarf eitthvað af búnaði húsanna, nýjar kaffikönnur verða keyptar og farið yfir annan búnað.

Ný sjónvörp voru keypt í Munaðarnes í haust sem leið. 

Borið verður á útipallana þegar veður leyfir í vor og eitthvað endurnýjað af útihúsgögnum.

Orlofsnefnd Eiða fer væntalega sína venjubundnu vorferð þegar ásandið í þjóðfélaginu leyfir það.

Frímann, nýr orlofsvefur opnaði í morgun þann 7. apríl.

Unnið er að því að fjölga samningum við hótel og gistiheimili en fram að þessu hefur félagið verið með samninga við Fosshótel.

Nýr vefur auðveldar mjög að fjölga valkostum fyrir félagsmenn okkar.

Útilegukortið og veiðikortið eru áfram í boði og nú í gegnum nýja orlofsvefinn.

Eins og staðan er í þjóðfélaginu má gera ráð fyrir að mikil aukning verði í að landsmenn ferðist innanlands í sumar og við gerum ráð fyrir að eftirspurn eftir orlofskostum aukist verulega.

Við viljum leitast við að vera viðbúin slíkri aukningu.

06.04.2020

Orlofshús og íbúðir.

Íbúðir og orlofshús verða ekki leigð um sinn eða ekki fyrr en samkomubanni lýkur.

Áður bókuð leiga verður ekki afturkölluð en þeir sem vilja breyta áætlun fá endurgreitt. 

Við munum nota tækifærið og gera vorþrif á húsunum.

Eins og áður hefur komið fram er Orlofsbyggðin að Illugastöðum alveg lokuð. Byggðin að Eiðum er líka lokuð.

Orlofsvefurinn verður virkjaður í vikunni ef allt gengur eftir og þá er hægt að sækja um sumarleigu á öllum stöðum.

Slóð á FRÍMANN verður á heimasíðunni.

Það verður metið þegar líður á apríl hvort áætlanir um upphaf sumarorlofstímans stenst vegna COVID-19.

Úthlutun sumarorlofskosta verður í byrjun maí eftir að samkomubanni lýkur.

31.03.2020

Laun hækka 1. apríl 2020.

Samkvæmt kjarasamningi frá 1. apríl 2019 hækka taxtalaun um 24.000 krónur.

Þessi hækkun gildir frá 1. apríl 2020 til 31.desember 2020 þegar laun hækka að nýju.

Engar umræður hafa átt sér stað milli PFÍ og Íslandspósts um að fresta þessari hækkun.

Sjá töflu í kjarasamningi

Kjarasamningur 2019 - 2022

29.03.2020

Orlofsbyggðin að Illugastöðum er lokuð.

Stjórn Orlofsbyggðarinnar að Illugastöðum í Fjóskadal hefur sent félögum sem þar eiga hús, þau skilaboð að ákveðið hefur verið að loka byggðinni til 1. maí vegna COVID-19.

Hús Póstmannafélagsins að Illugastöðum er því ekki til leigu frá 30. mars til 1. maí 2020.

Vonandi verður það ekki framlengt og húsið verði til leigu frá upphafi sumarorlofstímans um miðjan maÍ.

26.03.2020

FRÍMANN, vinnu fer að ljúka.

Vinna við gerð orlofskerfisins FRÍMANN hefur staðið yfir að undanförnu. Þeirri vinnu fer nú að ljúka.

Þá verður opnað fyrir sumarumsóknir orlofshúsa íbúða.

Slóð á Frímann verður frá heimasíðunni pfi.is og opnun hennar verður auglýst þegar þar að kemur.

13.03.2020

Covid-19 hefur áhrif.

Það er sérkennilegt ástand á Íslandi þessa dagana og næstu vikur.

Covidveiran og tilmæli Almannavarna mun hafa umstalsverð áhrif á starfið hjá PFÍ.

Í gær fimmtudaginn 12. mars féll niður Samstarfsnefndarfundur Póstmannafélagins og Íslandspósts. Þar átti að ræða mörg aðkallandi mál eins og vinnutímastyttinguna, aðbúnaðarmál og nokkur einstaklingsmál. Ástæðan var að höfðustöðvum Íslandspóst var lokað fyrir utanaðkomandi umferð og þar með féll fundurinn niður. Leitað verður leiða til að koma málum áfram þrátt fyrir þessa stöðu. Forráðamenn Íslandspóst geta komið á Grettisgötuna ef vilji stendur til þess, þar hefur aðgengi ekki verið takmarkað enn sem komið er.

BSRB hefur hert umgengisreglur í húsinu og mötuneytið er rekið með öðrum hætti. Þeir sem eiga erindi í húsið eru beðnir að gæta hreinlætis og nota sprittbrúsa sem er við innganginn.  Þrif hafa verið aukin verulega.

Hvort verður stigið það skref að loka alveg fyrir aðgengi á eftir að koma í ljós en mjög margir eiga erindi í húsið ýmissa erinda. Til þess hefur þó ekki komið enn sem komið er.

Þó vill Póstmannafélagið beina því til félagsmanna sinna að nota netið og símann frekar en koma á svæðið sé þess nokkur kostur. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessu stríði.

Öll erindi má senda á pfi@bsrb.is og þau verða afgreidd með hraði.

10.03.2020

Trúnaðaráðsfundur og aðalfundur á dagskrá 20. apríl.

Stjórn félagsins hefur unnið að undirbúningi Trúnaðarráðs og aðalfundar þann 20. apríl.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun enn sem komið að fresta fundum vegna veirunnar CONVID-19.

Það er nokkuð langt í fundina tvo, en þegar nær dregur þarf að meta stöðuna í samræmi við ákvarðanir yfirvalda á þeim tíma.

Dagskrá fundanna verður sett á vefinn fljótlega og send trúnaðarmönnum með nánari upplýsingum.

30.01.2020

Trúnaðarráðsfundur og aðalfundur í vor.

Stjórn félagsins fundaði í vikunni.

Ákveðið var að trúnaðarráðs og aðalfundir yrðu mánudaginn 20. apríl.

Dagskrá verður send út síðar.

12.11.2019

Hús 45 í Munaðarnesi selt - ný íbúð á Akureyri.

Litla húsið okkar í Munaðarnesi nr. 45 hefur nú verið selt og verður flutt úr byggðinni.

Eftir standa þrjú hús til leigu á svæðinu, hús 16 og 22 sem eru sex manna og hús 70 sem er stærra eða fyrir 8 manns.  Miðað við notkun síðustu ára ætti það að vara kappnóg framboð á þessum stað.

Nýlega var ákveðið að selja Tjarnarlundinn á Akureyri og kaupa nýtt með betra aðgengi og nútímalegri búnaði. Leit hefur staðið að undanförnu og nú hefur hún borið árangur.

Ákveðið hefur verið að kaupa 100 fm íbúð við Ásatún en hún er í þriggja hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Félagið mun fá þá íbúð afhenta undir áramótin.

Unnið er að koma Tjarnarlundinum á sölu en gætt verður að því að ekki skapist rof í framboði á Akureyri.

Tjarnarlundurinn verður því í notkun hjá okkur þangað til Ásatúnið er klárt til útleigu.

Óska félagsmönnum til hamingju með nýjan og betri valkost til leigu á Akureyri í framtíðinni.

28.08.2019

Vetrarleiga orlofshúsa og íbúða.

Stjórn PFÍ hefur ákveðið að hafa vetrarleigu íbúða og orlofshúsa óbreytta frá fyrra ári.

Munaðarnes hús 70. Helgarleiga 15.000. Vikuleiga 19.000.

Munaðarnes hús 16 og 22. Helgarleiga 14.000. Vikuleiga 18.000

Eiðar.   Helgarleiga 12.000. Vikuleiga 15.000. ( Eiðar loka yfir veturinn en þessi verð gilda haust og vor þegar aðstæður leyfa að opið sé.)

Orlofsbyggðin Illugastöðum sér um útleigu á húsi PFÍ yfir vetrarmánuðina nema um páska.

Íbúð Stakkholti 2B Reykjavík. Vikuleiga 25.000, helgarleiga 18.000, ein nótt í miðri viku 9.000, önnur nótt 4.000, þriðja nótt 4.000.

Íbúð Tjarnalundi Akureyri. Vikuleiga 25.000, helgarleiga 18.000, ein nótt í miðri viku 9.000, önnur nótt 4.000, þriðja nótt 4.000.

Utanfélagsmenn greiða 20% álag.

Gildir frá 14. september 2019.

24.06.2019

Nýr kjarasamningur samþykktur.

Alls samþykktu 79 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samninginn en 16 prósent vildu hafna honum. Um 5 prósent tóku ekki afstöðu til samningsins. Alls voru 848 á kjörskrá og var kjörsókn tæplega 36 prósent.

Nýr kjarasamningur.

Já                    79 %

Nei                  16% 

Ekki afstaða       5%

Þáttaka           35,73%

07.05.2019

Lausar vikur í orlofshúsum og íbúðum í sumar.

Lausar vikur í orlofshúsum og íbúðum í sumar.

Hægt er að sækja um vikur á vefsíðunni undir orlofsmál. senda tölvupóst á pfi.is eða hringja í síma 525-8370.

Munaðarnes - hús 70.      vikur 35,36.

Munaðarnes - hús 16/22  vikur 33,34,35,36.

Munaðarnes - hús 45.      

Eiðar - hús 2/4.       vikur 34,36.

Illugastaðir.            vikur  Uppselt á sumartímanum.      

Stakkholt 2b.          vikur 35,36.

Tjarnarlundur 2e.    vikur 33,34,35,36.

Til skýringar. Vika 21 er frá 24. maí til 31. maí, vika 25 er frá 21. júní til 28. júní, og síðan talið áfram. Skipti erum við föstudaga og vika 30 er frá 26. júlí til 2. ágúst og svo framvegis. ( sjá almanak )     

27.04.2019

Samningaviðræður PFÍ og SA.

Samningaviðræður PFÍ og SA hafa legið niðri um nokkurn tíma.

Þær munu hefjast fyrir alvöru næskomandi fimmtudag 2. maí.

Vonir standa til að fljótlega verði hægt að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn.

Það mun skýrast á fimmtudaginn hver staðan er.

17.04.2019

Undirbúningur sumarorlofstíma.

Nú stendur yfir umsóknartímabil vegna sumarúthlutuna orlofshúsa og íbúða.

Orlofsnefnd mun hittast í byrjun maí og úthluta samkvæmt reglum.

Allar vikur sem ekki ganga út verða auglýstar á vefsíðu og fésbókinni fljótlega eftir úthlutun.

Í Munaðarnesi verður skipt yfir í gasgrill í húsum 16, 22 og 70 á næstunni.

Allar upplýsingar um orlofshús og íbúðir á vefsíðunni undir orlofsmál.

04.04.2019

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands 2019.

04.04.2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur PFI verður haldinn að Grettisgötu 89 1. hæð föstudaginn 12. apríl kl.16.00.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningur fyrir árið 2018.

3. Nefndakjör.

4. Ákvörðun félagsgjalds og gjalds til Vinnudeilusjóðs

5. Staða kjaramála.

6. Önnur mál.

Léttar veitingar og fleira vegna 100 ára afmælis félagsins.

Stjórnin.

28.03.2019

Umsóknir um orlofsbústaði og íbúðir í sumar.

Umsóknareyðublöð fyrir íbúðir og sumarhús verða send á vinnustaðina næstu daga.

Sama verð og í fyrra. Nánar síðar.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2019 og úthlutun fer fram í byrjun maí.

Hægt verður að sækja um á vefsíðunni eftir nokkra daga.

Orlofsnefnd.

20.03.2019

Aðalfundur og afmæli 12. apríl 2019.

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands verður að Grettisgötu 89 kl. 16.00.

Í framhaldi af fundinum verður boðið til léttra veitinga og fleira í tilefni 100 ára afmælis.

Stjórn félagins hafði íhugað að halda veglega afmælishátíð en vegna anna vegna lausra kjarasamninga og síðan yfirvofandi verkafalla í veitinga og hótelgeiranum var ákveðið að bíða með slíka hátíð til betri tíma.

Félagið verður 100 ára þann 26. mars og af tilefni þess verður gefið út ítarlegt og myndskeytt blað sem fer í prentun næstu daga.

Ekki verður nein sértök uppákoma þann dag.

Við verðum því með litla hátíð að þessu sinni eftir aðalfundinn en horfum til framtíðar með frekari afmælisuppákomu með veglegri hætti þegar fer að róast á vinnumarkaði og samningar hafa náðst.

15.03.2019

Ný stjórn Eftirlaunadeildar

Aðalfundur Eftirlaunadeildar var þriðjudaginn 12. mars 2019.

Ný stjórn var kjörin.

Formaður var endurkjörinn  Vilborg Gunnarsdóttir

Aðrir í stjórn.

Ragnheiður Jónsdóttir og Fanney Helgadóttir voru endurkjörnar. Nýjar koma inn Edda Egilsdóttir og Lea Þórarinsdóttir.

Út ganga Guðfinna L. Gröndal og Pálína Ármannsdóttir og þakkar félagið þeim mikil og óeigingjörn störf fyrir póstmenn til fjölda ára.

15.03.2019

Trúnaðarráðsfundur og aðalfundur.

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands verður föstudaginn 12. apríl 2019.

Sama dag verður fundur Trúnaðarráðs.

Dagskrár fundanna verður birt þegar nær dregur.

06.02.2019

Auglýsing frá Kjörstjórn um kosningar 2019.

Augýsing frá Kjörstjórn vegna kosninga til stjórnar, fomanns og túnaðarmanna PFÍ 2019.

Samkvæmt lögum félagins skal kjósa á árinu til 2019 í eftirfarandi.

1. deild. Bréfberar, flokkstjórar og fulltrúar dreifingarstjóra.

Í deildinni eru allir sem vinna við útburð á pósti, flokkstjórar þeirra og fulltrúar dreifingarstjóra. Deildin kýs sér tvo stjórnarmenn og tvo til vara á sitt hvoru árinu.

Árið 2019 er kosinn einn aðalmaður og einn varamaður.

4. deild. Póstmiðstöð Stórhöfða 29.

Í deildinni eiga sæti allir starfsmenn Póstmiðstöðvar og útkeyrsludeildar nema þeir sem eru í 3. deild.

Deildin kýs sér einn aðalmann og einn til vara á árinu 2019.

B: Kosning formanns.

Formaður er kosinn beinni kosningu í félaginu til tveggja ára. Kjörgengi hafa allir sem hafa verið skráðir félagar í PFÍ í eitt ár. Kjörstjórn stjórnar kosningunni og lýsir eftir framboði.

Frambjóðendur skulu hafa meðmæli minnst 10 félaga úr hverri hinna fjögurra strarfsgreinadeilda. Kjörstjórn úrskurðar um lögmæti framboðs.

Til að vera löglega kjörinn skal frambjóðandi hljóta minnst 50% greiddra atkvæða. Hljóti enginn 50% í fyrstu umferð skal kjósa aftur milli tveggja efstu. Séu atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.

Trúnaðarráð.

Félaginu stjórnar trúnaðaráð, skipað formanni félagsins, framkvæmdastjórn og kjörnum trúnaðarmönnum vinnustaða.

Ráðið er kosið til tveggja ára. Flytjist trúnaðarmaður milli svæða á tímabilinu tekur varamaður við. Trúnaðarmenn vinnustaða ásamt varamanni eru kosnir af starfsmönnum á vinnusvæðinu.

Heimilt er að senda kjörstjórn tillögu að nöfnum trúnaðarmanna áður en framboðsfresti lýkur enda hafi vinnustaðurinn samþykkt sína trúnaðarmenn áður en til formlegrar kosningar kemur.

Framboð skulu hafa borist Kjörstjórn fyrir 28. febrúar 2019 bréflega eða í tölvupósti á netfang pfi@bsrb.is.

08.01.2019

Næsti fundur Starfsmenntunarsjóðs PFÍ

Næsti fundur Starfsmenntunarsjóðs PFÍ

Næsti fundur stjórnar Starfsmenntunarsjóðs PFÍ vegna umsókna í Starfsmenntunarsjóð verður í febrúar.
Með umsóknum þarf að senda frumrit reiknings eða önnur gögn sem stjórnin telur nauðsynleg frá skóla eða námskeiðshaldara. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða. Útprentun úr netbanka er ekki nægjanlegt. Afgreiðsla styrks gæti dregist ef reikning vantar. Sjá úthlutunarreglur Starsmenntunarsjóðs

07.01.2019

Veiðikortið 2019

Veiðikortið 2019

Veiðikortið 2019 er komið. Veiðikortið er selt á skrifstofu PFÍ og kostar 4.000 kr.

27.11.2018

Jólaball Póstmanna

Jólaball Póstmanna

Árlegt jólaball Póstmanna verður haldið sunnudaginn 9. desember n.k. kl. 14:00 í salnum Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. 
Jólasveinar mæta á staðinn og gefa nammipoka. Kaffihlaðborð í boði Póstmannafélagsins, Íslandspósts og Starfsmannafélags Íslandspósts.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta með börnin og dansa kringum jólatréð.

Skráning á jólaballið er í síma 525 8370 eða með pósti pfi@bsrb.is

26.11.2018

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ 5. desember

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ 5. desember

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ verður miðvikudaginn 5. desember að Grettisgötu 89 í salnum á 1. hæð.
Lesið verður úr nýrri jólabók. Leikin verða jólalög. Happdrætti miðaverð 250kr. Margir góðir vinningar. Tónlist.
Fögnum aðventunni saman!

07.08.2018

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Sumarúthlutun er lokið í orlofshúsum og orlofsíbúðum. Öllum umsóknum hefur verið svarað.
Margar vikur eru enn lausar                       

Munaðarnes stór hús vikur   33   34  35   36        
Munaðarnes lítið hús vikur   33   34         
Eiðar vikur   32 33  34 35 36   
Illugastaðir vikur 36
Stakkholt 2B Reykjavík vikur 30 33 34 36  
Tjarnarlundur 2e Akureyri vikur 34 35 36


Til skýringar; Vika 26 er frá 29. júní til 6. júlí. Vika 31 er frá 3. ágúst til 10. ágúst og síðan talið áfram. Skiptist við föstudaga og vika 34 er 24. ágúst til 31. ágúst. Á forsíðu á vefsíðu PFÍ undir umsókn eru nánari upplýsingar um staðsetningu húsa og verð á vikuleigu. Þar er líka hægt að sækja um eða hafa samband með tölvupósti pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370.

11.07.2018

Sumarlokun

Skrifstofa PFÍ er lokuð frá mánudegi 16. júlí til þriðjudags 7. ágúst. Sjúkradagpeningar verða greiddir 31. júlí. Sjá starfsreglur sjúkrasjóðs. Ef óskað er eftir viðtali þá hafið samband í síma 892 6560 eða með tölvupósti pfi@bsrb.is

26.06.2018

Sumarferð eftirlaunadeildar Póstmannafélags Íslands 3. júlí

Sumarferð eftirlaunadeildar Póstmannafélags Íslands 3. júlí

Sumarferð eftirlaunadeildar PFÍ verður farin þriðjudaginn 3. júlí kl. 9 frá Grettisgötu 89. Stoppað verður við Breiðholtskirkju á leið úr bænum. Áætlun er léttur hádegisverður í Eldfjallasetrinu á Hvolsvelli, eldfjallasýning og safn skoðað.
Um miðjan dag verður komið við á Keldum sem er gamall torfbær í umsjón Þjóðminjasafns. Fleiri viðkomustaðir verða.
Kvöldverður verður á veitingahúsinu Strönd í boði Íslandspósts.
Þátttökugjald er 6.000 á mann. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 29. júní í síma 525 8370 á skrifstofutíma.
Munið hlý föt og góða skó

28.04.2018

Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða PFÍ

Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða PFÍ

Umsóknareyðublöð sumar 2018 fyrir orlofshús og íbúðir PFÍ hafa verið send á alla vinnustaði. Í næstu viku verður hægt að sækja um á vefsíðunni PFI.is  undir Orlofsmál.
Öll orlofshúsin í Munaðarnesi og orlofshúsið á Illugastöðum hafa verið endurnýjuð að innan.
Úthlutað verður samkvæmt reglum um úthlutun orlofshúsa. Allir eiga möguleika.  Umsóknarfrestur er til 20. apríl.

Úthlutun orlofsumsókna sumar 2018 verður 2. maí. Allir umsækjendur fá sent bréf. 

03.04.2018

Ný orlofsíbúð í Reykjavík

Ný orlofsíbúð í Reykjavík

PFÍ keypti nýverið nýlega orlofsíbúð í Stakkholti 2b. Íbúðin í Sólheimum verður seld. Nýja íbúðin verður tekin í notkun í maí n.k.

08.12.2017

Veiðikortið 2018 er komið

Veiðikortið 2018 er komið

Veiðikortið 2018 er komið. Veiðikortið kostar 4.000 til félagsmanna PFÍ.

12.09.2017

Vetrarleiga í orlofshúsum og orlofsíbúðum

Vetrarleiga í orlofshúsum og orlofsíbúðum

Vetrarleigutímabilið er hafið. Hægt er að leigja viku/helgi eða daga í miðri viku samkvæmt úthlutunarreglum. Hafið samband við skrifstofu með tölvupósti pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370 til að panta. 

Munaðarnes 2manna hús   Helgarleiga   12.000   1-2 nætur   Vikuleiga   15.000
Munaðarnes 6manna hús   Helgarleiga   14.000   1-2 nætur   Vikuleiga    18.000
Munaðarnes 6-8manna hús   Helgarleiga   15.000   1-2 nætur   Vikuleiga   19.000
Eiðar 6manna hús   Helgarleiga   12.000   1-2 nætur   Vikuleiga   15.000
Illugastaðir 6manna hús   Helgarleiga   16.000   1-3 nætur
Sólheimar 25 Reykjavík   Helgarleiga   18.000   1-2 nætur   Vikuleiga   25.000   1 nótt í miðri viku 11.000   2 nótt 3.000
Tjarnarlundur 2 Akureyri   Helgarleiga   18.000   1-2 nætur   Vikuleiga   25.000   1 nótt í miðri viku 11.000   2 nótt 3.000
04.04.2017

Ný stjórn og trúnaðarráð

Ný stjórn og trúnaðarráð

Kosningu til formanns, fulltrúa í stjórn fyrir 1. deild og 4. deild og trúnaðarráðs Póstmannafélags Íslands er lokið.

Jón Ingi Cæsarsson var eini frambjóðandi til formanns.
Tilnefna þurfti fulltrúa fyrir 1. deild bréfbera, flokksstjóra og fulltrúa dreifingarstjóra. 

Stjórn PFÍ verður þannig skipuð formaður Jón Ingi Cæsarsson. Aðrir stjórnarmenn; 1. deild Hrefna Eyjólfsdóttir og Valdís Þ Vilhjálmsdóttir 2. deild Marianna Dam Vang, 3. deild Reynir Stefánsson, 4. deild Anna Jóna Arnbjörnsdóttir, 5. deild Fulltrúi trúnaðarráðs sem kosinn verður á fyrsta fundi trúnaðaráðs 24. apríl.

Niðurstaða talningar í kosningu trúnaðarmanna PFÍ næstu 2 árin fór þannig; ​

Svæði Trúnaðarmaður Varatrúnaðarmaður
Svæði 1 Akranes og Borgarnes Kristrún Steinarsdóttir 
Svæði 2 Búðardalur og Snæfellsnes Jensína Guðmundsdóttir Jónína A. Víglundsdóttir
Svæði 3 Vestfirðir  Sigurbjörg Kristinsdóttir 
Svæði 4 Húnavatnssýslur Þorbjörg Pálsdóttir Dagbjört Elva Jóhannesdóttir
Svæði 5 Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður Harpa Guðbrandsdóttir           Hafdís Hreiðarsdóttir  Einar Hallur Sigurgeirsson
Svæði 6 Þingeyjarsýslur og Vopnafjörður Gunnar Jóhannsson
Svæði 7 Austurland Jóhanna M Agnarsdóttir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir
Svæði 8 Suðurland Guðlaug Kristín Karlsdóttir 
Svæði 9 Vestmannaeyjar Ása Hrönn Ásmundsdóttir
Svæði 10 Suðurnes Nerijus Savickas
Svæði 11 Pósthús á Höfuðborgarsvæðinu póstnúmer 101 - 270 Urður Mist Björnsdóttir  Tinna Dröfn Þórarinsdóttir
Svæði 12 Dreifingarstöð Sólvallagötu 79 póstnúmer 101,103,105,107,108,170 Sigríður A Sigurðardóttir             Claus E Daublebsky V Sterneck María Guðmundsdóttir Hanna K Hallgrímsdóttir

Svæði 13 Dreifingarstöð Fossaleyni 6 póstnúmer 104,110,112,113,116,270,271,276

Agnar Björnsson                       Tim Junge

Svæði 14 Dreifingarstöð Dalshrauni 6 póstnúmer 109,111,200,201,203,210,220,221,225 Anna María Guðmundsdóttir     Guðrún Ragnhildur Hafberg

Bryndís M Dardi             Margrét Sigurðardóttir

Svæði 15 Póstmiðstöð/Aðaltrúnaðarmaður Atli B. Bachmann Aðalsteinn Traustason
Svæði 16 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Katrín S Sveinsdóttir Oddur H Haraldsson
Svæði 17 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Gunnar Gunnarsson Hjördís Heiða Björnsdóttir
Svæði 18 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Elísabet Brynjarsdóttir 
Svæði 19 Skrifstofa Íslandspósts Stórhöfða 29 Sigrún Ómarsdóttir
Svæði 20 Fulltrúi eftirlaunadeildar