Styrktarsjóður

Stjórn Styrktarsjóðs póstmanna

Skipaðir af Póstmannafélagi Íslands


Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, formaður Póstmannafélag Íslands
Sigrún Ómarsdóttir Póstmannafélagi Íslands
Hallveig Ragnarsdóttir, Hvolsvelli  
Karólína Árnadóttir Póstmiðstöð

Til vara:
Erla Ísafold Sigurðardóttir, Blönduósi 


Skipaðir af Póstmannasjóði:


Elínbjörg Kristjánsdóttir, Erlend samskipti

Til vara:

Skoðunarmenn reikninga:
Frá Póstmannasjóði:
Eyjólfur Guðmundsson, Tölvu- og upplýsingakerfum
Til vara: Hrönn Ósk Óskarsdóttir, starfsmannadeild

Skipaðir af Póstmannafélagi Íslands:
Til vara: Kosin á næsta aðalfundi
Til vara: Erla Sigfúsdóttir, Tollmiðlun



Skipulagsskrá Styrktarsjóðs póstmanna

1. gr.
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður póstmanna. Heimili hans og varnarþing er í
Reykjavík. Sjóðurinn er í eigu Póstmannafélags Íslands.

2. gr.
Styrkhæfir eru þeir, sem eru félagar í Póstmannafélagi Íslands og hafa póststörf að aðalstarfi minnst 50% hjá Póst- og símamálastofnuninni. Auk þess þeir starfsmenn póstþjónustunnar, sem eru í fullu starfi, en stöðu sinnar vegna geta ekki verið í Póstmannafálagi Íslands, enda greiði þeir aukatillag til sjóðsins. Ennfremur eru styrkhæfir póstmenn sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða veikinda, sbr. 3.grein enda fullnægi þeir ákvæðum 3. gr. að öðru leyti.

3.gr.
a) Hlutverk sjóðsins er að styrkja póstmenn, sem styrkhæfir eru skv. 2. grein og starfað hafa samfleytt í fimm ár hjá Póst- og símamálastofnuninni ef þeir
verða fyrir stóráföllum svo sem vegna veikinda, andláts, eldsvoða, jarðskjálfta
eða annarra slíkra ófara. Einnig ef fjölskyldur þeirra verða fyrir slíkum
áföllum. Með fjölskyldu er átt við maka, hvort sem búið er í vígðri sambúð
eða óvígðri, og börn bæði kynbörn og kjörbörn, svo og fósturbörn. Ef
um óvígða sambúð er að ræða skal hún hafa staðið minnst tvö ár. Giftist eftirlifandi eða tekur upp sambúð fellur styrkurinn niður.

b) Ennfremur er það hlutverk sjóðsins að minnast með framlögum merkra tímamóta í starfi og ævi þeirra póstmanna, sem starfað hafa hjá þjónustunni um árabil.

4.gr.
Tekjur sjóðsins eru þessar:
a) Stofnframlag frá Póstmannafélagi Íslands.
b) Stofnframlag frá Póstmannasjóði.
c) Árlegt framlag frá Póstmannafélagi Íslands
d) Árlegt framlag frá Póstmannasjóði.
e) Vextir af innistæðum
f) Gjafir, áheit, minningarkort og þess háttar.

5.gr.
Höfuðstóll sjóðsins er krónur 100.000,00. Hann má ekki skerða. Helmingur af árlegum vöxtum höfuðstóls skal leggjast við hann. Af höfuðstól skal aldrei vera
minna en krónur 30.000,00 á bundnum bankareikningi.

6.gr.
Sjóðurinn er í vörslu stjórnar Styrktarsjóðs póstmanna er sér um ávöxtun hans og úthlutun. Sjóðurinn skal ávaxtast með þessum hætti:

a) Í ríkisbönkum.
b) Í Fasteignalánasjóði póstmanna.
c) Í ríkistryggðum vísitöluskuldabréfum.

7. gr.
Stjórn sjóðsins skipa fimm menn og eru þeir tilnefndir skriflega til fimm ára í
senn.

Stjórn Póstmannafélags Íslands tilnefnir þrjá menn, þar af einn utan Reykjavíkur, í fyrsta skipti þó einn til þriggja ára.

Póstmannasjóður tilnefnir tvo menn, í fyrsta skipti þó einn til þriggja ára.
Varamenn séu skipaðir með sama hætti, einn frá hvorum aðila og eru þeir
skipaðir til fimm ára í senn.

Stjórn Póstmannafélags Íslands tilnefnir formann, en stjórn sjóðsins skiptir að
öðru leyti með sér verkum.

Endurskoðendur skulu vera tveir og tveir til vara. Annar skipaður af stjórn Póstmannafélags Íslands svo og varamaður hans. Hinn kjörinn endurskoðandi Póstmannasjóðs og varamaður hans.

Stjórn sjóðsins setur úthlutunarreglur og ákveður upphæð styrkja og framlaga.
Hún gerir árlega reikninga yfir tekjur sjóðsins og gjöld.

Reikningsárið er almanaksárið.

Stjórnin skal leggja reikningana fyrir endurskoðendur eigi síðar en 15. febrúar
ár hvert.

Endurskoðendur verða að hafa lokið endurskoðun eigi síðar en 1. mars ár
hvert, og senda þá þegar í stað til stjórnarinnar með áritun sinni og athugasemdum.

Stjórnin sendir síðan án tafar reikningana til stjórnar Póstmannafélags Íslands
og afrit til stjórnar Póstmannasjóðs. Póstmannafélag Íslands leggur reikningana fram á aðalfundi félagsins.

Samgönguráðuneytið, 20. febrúar 1981.

Steingrímur Hermannsson.