Umsókn í Sjúkrasjóð
Umsókn í sjúkrasjóð
VEIKINDARÉTTUR
GREIÐSLA LAUNA Í VEIKINDUM
Geti starfsmaður ekki mætt til vinnu vegna eigin veikinda eða barna sinna ber honum að tilkynna það til verkstjóra.
Laun í veikinda- og slysaforföllum
Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning.
Fyrsta árið greiðast tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð
Eftir eins árs starf 2 mánuðir á hverjum 12 mánuðum
Eftir 5 ára starf 4 mánuðir á hverjum 12 mánuðum
Eftir 10 ára starf 6 mánuðir á hverjum 12 mánuðum
Sjúkrasjóður PFÍ greiðir sjúkradagpeninga ef sjóðfélagi verður, sökum veikinda eða slysa, óvinnufær og launatekjur falla niður. Sjá starfsreglur sjúkrasjóðs
Sækja þarf um sjúkradagpeninga fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla geti borist um komandi mánaðamót. Með umsókn um sjúkradagpeninga þarf að fylgja læknisvottorð. Hægt er að fylla út umsóknareyðublaðið (sjá hér ofar) og prenta það út og senda til skrifstofu PFÍ ásamt gögnum.
Sjúkrasjóður PFÍ styrkir eftir 12 mánaða samfellda aðild að sjóðnum og að sjóðsfélagi hafi skilað 7.000kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á fullum styrk. Sjóðsfélagi sem greitt hefur 3.500kr til 7.000kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á hálfum styrk en þeir sem hafa greitt minna en 3.500kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum eiga rétt á 25% styrk.
Atvinnulausir eiga eingöngu rétt á styrkjum til sjúkraþjálfunar, styrks vegna gleraugnakaupa og meðferðar hjá félagsráðgjafa, sálfræðingi.
Sjúkraþjálfun styrkur er veittur til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, iðjuþjálfa, kírópraktor og nálastungumeðferðar. Sjóðurinn greiðir allt að 2.500kr fyrir hvert skipti. 25 skipti á ári.
Endurhæfing við dvöl Heilsustofnun 2.000kr á dag, hámark 30 daga á 12 mánaða tímabili.
Styrkur til gleraugnakaupa 30.000kr á hverju 36 mánaða tímabili þó er aldrei greitt meira en 50% af kostnaði.
Styrkur til sjónlagsaðgerðar eða augasteinaskipta án þátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Upphæð styrks 50.000kr á hvort auga fari kostnaður umfram 200.000kr.
Heyrnartæki. Styrkurinn er 50%kostnaðar sem fer umfram 100.000kr en aldrei meira en 100.000kr á 36 mánaða tímabili.
Ferðakostnaður. Sjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðfélaga sem fara þurfa útfyrir heimabyggð að læknisráði. Sækja þarf um styrk til Tryggingastofnunar. Sé þeirri beiðni hafnað greiðir sjóðurinn 10.000kr fyrir 250 - 400km akstur, 15.000kr fyrir 400 - 600km akstur, 20.000kr fyrir 600 - 800km akstur og 25.000kr. fyrir 800km akstur eða meira. Miðað er við að ferðalag fram og til baka. Greitt verður fyrir 1 ferð á hverju 12 mánaða tímabili gegn kvittun fyrir fargjaldi og staðfestingu læknis.
Styrkur vegna skoðunar hjá Hjartavernd 12.000kr einu sinni á ári en aldrei meira en 50% kostnaðar.
Styrkur vegna glasa- og tæknifrjóvgunar er veittur tvisvar. Í fyrsta skipti 100.000kr og í síðara skipti 75.000 þó aldrei meira en 50% kostnaðar.
Styrkur vegna meðferðar hjá viðurkenndum meðferðaraðilum; félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, sálfræðingi eða geðhjúkrunarfræðingi. 6.000kr í allt að 15 skipti á ári þó er aldrei greitt meira en 50% af kostnaði.
Fæðingarstyrkur. Upphæð er kr. 100.000. Sjóðsfélagi sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Umsókn þarf að berast áður en barn nær 18 mánaða aldri. ( fæðingarvottorð fylgi umsókn )
Skila þarf umsóknareyðublaði ásamt frumriti greiðslukvittana vegna umsókna um þessa styrki og mega kvittanir ekki vera eldri en 12 mánaða gamla