Póstmannasjóður

Stjórn Póstmannasjóðs Íslandspósts
forstjóri Íslandspósts hf eða tilnefndur fulltrúi hans.
Dagný Þórólfsdóttir sérfræðingur Fjárstýring
Sigríður Ástmundsdóttir, Frímerkjadeild

Til vara  

Anna Jóna Arnbjörnsdóttir, Ábyrgðardeild

Skoðunarmenn 
, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs 
Kjörnir skoðunarmenn 
Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Pósthúsasviðs
Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, afgreiðslustjóri

Umsóknir berist til Sigríðar Ástmundsdóttur Frímerkjadeild Stórhöfða 29


Skipulagsskrá fyrir Póstmannasjóð
Þessi skipulagsskrá kemur í stað skipulagsskrár nr. 49/1923 um Póstmannasjóð og hljóðar þannig:

1. gr.
Sjóðurinn heitir Póstmannasjóður. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja póstmenn, sem hafa póststörf að aðalstarfi, að mati sjóðstjórnar, til menntunar í starfi hérlendis eða erlendis, til ferðalaga í hvíldar- og hressingarskyni, að verðlauna einstaka póstmenn, er sýnst hafa af sér dugnað, trúmennsku og samviskusemi í starfi, enn fremur þá, er hafa unnið einhver þau störf, er gildi hafa fyrir póstmannastéttina, hagnýt eða fræðandi, svo og að styrkja fræðslufundi og námskeiðahald fyrir póstmenn, útgáfustarfsemi, orlofsheimili póstmanna og aðra menningarstarfsemi þeirra.

Þá er það hlutverk sjóðsins að styrkja með árlegum framlögum, sjóði, er kunna að vera stofnaðir til hagsbóta fyrir póstmenn, svo sem Fasteignalánasjóð póstmanna, Styrktarsjóð póstmanna, svo og Póstminjasafn.

3. gr.
Tekjur sjóðsins eru þessar:
a) Andvirði seldra frímerkja af öllum íslenskum póstávísunum, póstkröfuávísunum og símapóstávísunum, eftir 4 ára geymslutíma þeirra, svo og af öllum bögglafylgibréfum, eftir 3 ára geymslutíma þeirra.
b) Vextir af innistæðum sjóðsins.
c) Gjöld póstmanna, sbr. 8.gr.
d) Gjafir og önnur framlög.

4.gr.
Höfuðstóll sjóðsins er kr. 4.000.000,00, og hann má ekki skerða. Helmingur af árlegum vöxtum höfuðstólsins skal leggjast við hann. Af höfuðstólnum skal aldrei vera minna en kr. 1.000.000,00 á bundnum bankareikningi.

5.gr.
Stjór sjóðsins skipa 3 menn: yfirmaður póstmála eða sá, sem hann tilnefnir í sinn stað, enda hafi viðkomandi póststörf að aðalstarfi, og tveir fulltrúar póstmanna, búsettir í Reykjavík eða grennd og skulu þessir tveir fulltrúar kosnir af aðilum Póstmannasjóðs til þriggja ára í senn, svo og tveir til vara. Endurskoðendur sjóðsins skulu vera tveir. Annar skal kosinn, svo og einn til vara. Hinn endurskoðandinn skal vera aðalendurskoðandi póstsins, eða sá er hann tilnefnir í sinn stað.

- Kosningarétt hafa aðilar Póstmannasjóðs sbr. 8. gr.
- Stjórn sjóðsins ræður tilhögun kosninga.
- Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum.
- Stjórnarákvörðun er eigi lögmæt, nema stjórnin sé fullskipuð.
- Afl atkvæða ræður úrslitum.
- Stjórn sjóðsisns heldur fundi þegar ástæða er til, og skal halda fundargerðarbók.
- Stjórnin er skyldug að halda almennan fund sjóðsaðila, ef þriðjungur þeirra óskar þess.
- Aðalstjórnarfundur skal haldinn í mars ár hvert. Stjórnin er ólaunuð.

6.gr.
Stjórnin innheimtir tekjur sjóðsins, veitir styrki og innir af hendi framlög, semur árlega reikninga yfir tekjur sjóðsins og gjöld, og annast að öðru leyti um það, sem skipulagsskrá þessi mælir fyrir um. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnin skal leggja reikninga fyrir endurskoðendur eigi síðar en 15. febrúar ár hvert. Endurskoðendur verða að hafa lokið endurskoðun sinni fyrir 1. mars ár hvert. Skulu endurskoðendur send stjórninni reikninga með áritun sinni og athugasemdum eigi síðar en innan viku frá þeim degi.

7.gr.
Styrki og framlög úr sjóðnum skal veita, þegar stjórnin telur henta, annað hvort samkvæmt umsóknum eða án þeirra.
Umsóknir skulu vera skriflegar og skuli í þeim vera upplýsingar um, í hvaða skyni sótt er um styrk, svo og annað er máli skiptir að mati stjórnar.

8.gr.
Allir þeir, sem eru í fullu starfi hjá Íslandspósti og hafa póststörf að aðalstarfi, minnst 60% að mati sjóðstjórnar, og vilja njóta réttinda úr sjóðnum, skulu greiða árlegt gjald ti sjóðsins sem stjórnin ákveður hverju sinni. Gjalddagi er 1.október ár hvert. Það er skilyrði fyrir styrkveitingu til einstaklings, að hann hafi verið póstmaður í 10 ár samtals.

Heimilt er þó stjórn sjóðsins að víkja frá þessu ákvæði, sé um sérstakt nám að ræða að hennar mati. Umsækjandi skal þó í þessu tilviki að jafnaði ekki hafa lægri starfsaldur en 7 ár, hafa náð 25 ára aldri, vera skuldlaus við sjóðinn og jafnframt vera félagi í Póstmannafélagi Íslands. Heimilt er þó stjórn sjóðsins að víkja frá þessum skilyrðum í undantekningartilvikum.

Sá, sem hefur fengið styrk úr sjóðnum, skal veita stjórninni stuttorða skýrslu um för sína og nám, fræðslufund, námskeiðahald o.s.frv. Skal skýrslu skilað innan þess tíma er stjórnin ákveður.

9. gr.
Framlag til Póstminjasafns skal nema 25% af nettótekjum sjóðsins, en það er sá hluti tekna sjóðsins, sem svarar til andvirðis seldra frímerkja af bögglafylgibréfum. Lækki þessi tekjustofn sjóðsins skal framlag til Póstminjasafnsins lækka að sama skapi.

Árlegt framlag til Fasteignalánasjóðs póstmanna skal vera allt að 50% af nettótekjum sjóðsins. Stjórnin ákveður að öðru leyti, hve miklu af fé sjóðsins skuli verja til styrkja og annarra framlaga.

10.gr.
Stjórn sjóðsins sér um ávöxtun hans og skal hann ávaxtaður á eftirgreindan hátt:
a) Í skuldabréfum tryggðum með ábyrgð ríkissjóðs.
b) Í ríkisbönkum.
c) Fasteingalánasjóði póstmanna.
d) Með kaupum á fasteignum fyrir félagsstarfsemi póstmanna.
e) Í lánum til póstþjónustunnar.

11.gr.
Heimilt er að breyta skipulagsskrá þessari, ef þörf krefur vegna breyttra tíma og aðstæðna, enda þarf samþykki allra sjóðstjórnarmanna til slíkra breytinga. Stjórnin leggi til breytingarnar fyrir fund aðila sjóðsins til endanlegrar samþykktar. Leita skal staðfestingar Forseta Íslands á skipulagsskrá þessari. Þegar staðfesting Forseta Íslands er fengin fellur úr gildi Skipulagsskrá fyrir Póstmannasjóð nr. 49, 29. maí 1923 og reglur um styrkveitingar úr Póstmannasjóði, frá 26. júní 1925.

Samgönguráðuneytið, 27. janúar 1971.
Ingólfur Jónsson,
Brynjólfur Ingólfsson.
Staðfesting forsetans á skipulagsskrá þessari, var útgefin á venjulegan hátt ad mandatum af dómsmálaráðherra 29. janúar 1971.