Sjóðir
Sjúkrasjóður PFÍ greiðir sjúkradagpeninga ef sjóðfélagi verður sökum veikinda eða slyss óvinnufær og launatekjur falla niður. Sjá starfsreglur.
Sjúkrasjóður PFÍ veitir ýmsa styrki til sjóðfélaga. Sjá nánar
Starfsmenntunarsjóður PFÍ styrkir nám, námskeið, ráðstefnur eða annað til aukningar starfshæfni og tengja má starfi umsækjenda er styrkhæf. Tómstundastyrki. Sjá nánar
Styrktarsjóður póstmanna styrkir Póstmenn sem verða fyrir stóráföllum. Sjá nánar
Póstmannasjóður styrkir póstmenn til menntunar í starfi hérlendis eða erlendis, til ferðalaga í hvíldar- og hressingarskyni, að verðlauna einstaka póstmenn, er sýnst hafa af sér dugnað, trúmennsku og samviskusemi í starfi, enn fremur þá, er hafa unnið einhver þau störf, er gildi hafa fyrir póstmannastéttina, hagnýt eða fræðandi, svo og að styrkja fræðslufundi og námskeiðahald fyrir póstmenn, útgáfustarfsemi, orlofsheimili póstmanna og aðra menningarstarfsemi þeirra.
Greiðslu til sjóðfélaga er bundinn við aðild að sjóðunum líkt og reglur sjóðanna kveða á um.
Vinnudeilusjóður. Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagslega aðstoð þeim félagsmönnum, sem lagt hafa niður vinnu vegna vinnudeilna félagsins. Einnig er heimilt að greiða kostnað vegna vinnudeilna, þó ekki venjulegan samningakostnað.