REGLUR UM ÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA
PÓSTMANNAFÉLAGS ÍSLANDS
1. Þeir sem eiga rétt á úthlutun:
- Félagar í Póstmannafélagi Íslands
- Félagar í Eftirlaunadeild Póstmannafélags Íslands
Aðrir geta fengið úthlutun ef ekki berst umsókn frá þeim sem að framan greinir.
Orlofsheimilanefnd og framkvæmdastjórn félagsins er heimilt að innheimta hærra dvalargjald af þeim sem ekki falla undir 1. lið.
2. Félagsaldur og fyrri úthlutanir ráða forgangi úthlutunar. Félagsmenn ávinna sér punkta með félagsaldri og nota ákveðinn fjölda punkta við hverja úthlutun. Sá umsækjandi sem á flesta punkta hefur því forgang til úthlutunar.
3. Úthlutanir utan orlofstíma 15. september til 15. maí þar með talin páskaleiga, skerða ekki rétt félagsmanna til úthlutunar á orlofstíma sem er 15. maí til 15. september. Úthlutun telst ein orlofsvika. Geti sá sem úthlutun hefur hlotið ekki nýtt sér dvalarleyfið, skal því skilað aftur til orlofsnefndar.
Óheimilt er með öllu að framselja úthlutun til annarra.
4. Félagsmenn í starfi hafa forgang um leigu orlofshúsa og orlofsíbúða eftir fyrstu þrjár vikur og fyrir síðustu þrjár vikur sumarorlofstímabilsins. Félagar í Eftirlaunadeild eiga jafnan úthlutunarrétt fyrstu tvær vikur sumarorlofstímabilsins og síðustu þrjár vikurnar og fá 50% afslátt af leiguverði orlofshúsa á þeim tíma. Ekki er afsláttur af leiguverði orlofsíbúða.
5. Vegna útleigu á íbúðum félagsins í Reykjavík og á Akureyri, á orlofstíma gilda sömu úthlutunarreglur og með orlofshúsin en þar fyrir utan þarf að sækja um með tveggja mánaðarfyrirvara og verður þá úthlutað eftir sömu reglum og á orlofstíma þ.e. félagsaldur og fyrri úthlutanir ráða. Hafi engin umsókn borist innan tveggja mánaðarfrests fær sá úthlutað sem fyrstur sækir.
6. Með umsóknir um páskaleigu í orlofshúsum félagsins gildir sama og um úthlutun í íbúðirnar utan orlofstímans þ.e. tveggja mánaðarfyrirvari, félagsaldur og fyrri úthlutanir.
Reglur þessar voru samþykktar á fundi Trúnaðarráðs Póstmannafélags Íslands 9. apríl 2002
Breyting á reglum voru samþykktar á fundi Trúnaðarráðs PFÍ 25. apríl 2006
( Breyta þarf reglum þessum á næsta fundi Trúnaðarráðs vegna upptöku á orlofsvefnum Frímann )
Orlofsheimilanefnd
Orlofsheimilanefnd skipa:
Anna Jóna Arnbjörnsdóttir, Ábyrgðardeild
Atli B. Bachmann, Fyrirtækjaþjónustu
Brynja Rós Ólafsdóttir, Pósthús Höfðabakka 9
Harpa Guðbrandsdóttir, Póstmiðstöð Akureyri
Pétur Andrés Reynisson, Útkeyrsludeild Stórhöfða