Munaðarnes

PFÍ á 3 orlofshús í orlofsbyggðinni í Munaðarnesi. Hús nr. 16, 22 og 70. Sumarleigutímabil er frá miðjum maí fram í miðjan september. Vetrarleigutímabil er frá miðjum september fram í miðjan maí. Sjá reglur um úthlutun orlofshúsa

Sumarleiga:

Hús 70   ekki í leigu eins og er, verður auglýst þegar framkvæmdum er lokið.
Hús 16   vikuleiga  29.000 kr
Hús 22   vikuleiga  29.000 kr

 

Hús nr. 16 og 22 eru í Vörðuási og eru eins 47fm hvort. Húsið er með 2 svefnherbergjum. Í öðru herbergi er hjónarúm 160x2m og hinu rúm 120x2m og barnakoja 70x2m. Húsin eru 6 manna. Hús nr. 22 var gert upp að innan 2016 og hús nr. 16 2017. Endurnýjað voru allar raf- og vatnslagnir, öll vegg- og gólfklæðning, innréttréttingar og tæki á baði og í eldhúsi. Ný ljós og gardínur. Uppþvottavél er í húsunum. 2021 voru þök endurnýjuð og skipt um þakkanta.

Hús nr. 70 sem er í Stekkjarhól er 6-8manna 52fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi. Hjónarúm í einu herbergi og hin tvö með kojum þar sem neðri koja er breiðari. Eldhús og bað var endurnýjað 2017 ásamt húsgögnum, gardínum og rúmum. Uppþvottavél er í húsinu. - Nýtt hús í byggingu

Allur nauðsynlegur húsbúnaður er í húsunum. Sængur og koddar fylgja fyrir sama fjölda og húsin er útbúin fyrir. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, salernispappír, diskaþurrkur, borðtusku og aðra klúta til ræstinga. Í húsunum eru öll áhöld, sápur og gólfmoppa til ræstinga. Skila þarf húsum hreinum fyrir næsta leigutaka. Skilja á gólfmoppu eftir í húsunum. Umsjónarmaður fer yfir húsin á föstudögum. Reykingar stranglega bannaðar í húsunum. Innheimt er þrifagjald kr. 10.000 sé húsi ekki skilað í viðunandi horfi.

Í öllum húsunum er sjónvarp og útvarp. Myndlykill frá Stöð2 er í húsunum. Hægt er að kaupa áskrift meðan á dvöl stendur. Vodafone hefur sett upp þráðlaust netsamband í Munaðarnesi. Upplýsingar eru í húsunum. Heitur pottur er við öll húsin og gasgrill. 

Við Þjónustumiðstöðina er Leikgarður fyrir börn þar er einnig minigolf og fótboltagervigrasvöllur. Fjöldi fallegra gönguleiða eru í nágrenninu. Göngufæri er að Glanna, Laxfossi og Paradísarlaut svo eitthvað sé nefnt.  Ekki er heimilt að vera með gæludýr í orlofshverfinu.