ORLOFSHÚS PÓSTMANNAFÉLAGSINS

Orlofshús sem félagsmenn Póstmannafélagsins hafa kost á að leigja eru á þremur stöðum á landinu; í Munaðarnesi, á Eiðum og á Illugastöðum. Félagið á íbúð í Reykjavík og á Akureyri.

Munaðarnes er í miðjum Borgarfirði í fallegu umhverfi með útsýni til Baulu, Skarðsheiðar, Langjökuls, Eiríksjökuls og fleira. Fallegar gönguleiðir eru frá bústöðum að Paradísarlaut, Laxfoss og Glanna. Sundstaðir og hægt að kaupa veiðileyfi í vötn í nágrenninu t.d. Hólmavatn, Langavatn og Hreðavatn. Þá er góður golfvöllur að Hamri skammt frá Borgarnesi og annar golfvöllur Glanni er við Bifröst. Dvalargestir í Munaðarnesi fá afslátt af vallargjöldum á golfvöllinn Glanna. Í Borgarfirði er auk náttúrufegurðar mikill fjöldi sögustaða til dæmis; Reykholt, Borg á Mýrum, Straumfjörður, Húsafell, Surtshellir og Hraunfossar.
Póstmannafélagið hefur til umráða þrjú hús í Munaðarnesi; eitt hús með þremur svefnherbergjum, tvö hús með tveimur svefnherbergjum.   Húsin eru með öllum nauðsynlegum búnaði og við þau er heitur pottur. Nánar um búnað og verð.

Eiðum á Héraði um tuttugu kílómetrum frá Egilsstöðum eru tvö hús á vegum Póstmannafélagsins þau eru bæði með þremur svefnherbergjum og búnaður svipaður og í Munaðarnesi. Þar eru ekki heitir pottar en bátur er til afnota fyrir dvalargesti svo möguleiki er til veiða í Eiðavatni. Eiðar eru miðsvæðis á Austurlandi og því miklir möguleikar til að skoða sig um á svæðinu frá fjalli til fjöru. 2012 voru miklar endurbætur á húsunum á Eiðum bæði innanhús og utanhúss. Húsin leigjast yfir sumartímann og fram á haust. Húsin eru opnuð fyrir páskaleigu ef veður og færð leyfa. 

Orlofshúsin í Munaðarnesi og á Eiðum eru innan orlofsbyggða BSRB. 2009 tók gildi nýtt rekstrarform á orlofsbyggðunum, með því hefur félagið aukinn umráðarétt og ábyrgð á húsunum. Nú sjá orlofsnefnd og skrifstofa Póstmannafélagsins um útleigu á húsunum allt árið og því geta þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsunum yfir veturinn haft samband við skrifstofu PFÍ vegna leigu eða skrá leigu á orlofsvefnum frimann.

Í orlofsbyggðinni að Illugastöðum í Fnjóskadal á Póstmannafélagið orlofshús sem er 40km austan Akureyrar. Þar er gott að dvelja og heimsækja athyglisverða staði í nágrenni. Vaglaskógur er í 10km fjarlægð, Húsavík 75km, Hljóðaklettar 100km og Ásbyrgi 143km. Stutt er að Goðafossi og Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Margir skógar eru í Fnjóskadal.  Skemmtilegar gönguferðir t.d. yfir Bíldsárskarð, upp á Hálsahnjúk og yfir Gönguskarð.  Orlofshúsið að Illugastöðum er með tveimur svefnherbergjum og gistiaðstöðu fyrir 6 manns. Á veröndinni er heitur pottur auk þess sem sundlaug er á staðnum. Nánar um búnað og verð

Ásatún 28-306 á Akureyri er 4ja herbergja rúmgóð, velbúin íbúð. Gisting er fyrir 6 og aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta.      Nánar um búnað og verð

Stakkholt 2B í Reykjavík er 3ja herbergja velbúin íbúð með svefnstæði fyrir 4 og aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta. Rúmföt fylgja ekki. Nánar um búnað og verð

FLEIRA Í BOÐI.

Á orlofsvef PFÍ er hægt að kaupa;  http://www.pfi.is/orlofsvefur 


Útilegukortið 2023 kostar kr.  Veiðikortið 2023 sem kostar 4.000 kr. 

Hægt að kaupa á skrifstofu PFÍ og orlofsvef.

Icelandair flugmiða (4 miðar á ári, 2 miðar í senn.) kr. 15.000 verðgildi miðans er 25.000.