Veikindaskráning

Fyrirtækið Heilsuvernd Urðarhvarfi 14  203 Kópavogi annast veikindaskráningu fyrir starfsfólk Íslandspósts og er fyrirtækinu og starfsmönnum til ráðgjafar. Sími Heilsuverndar er 510 6500. Þar er opið virka daga frá kl. 08:00-15:30 þess utan er talhólf.

Í stað þess að hringja í heimilislækni til að fá vottorð lætur viðkomandi starfsmaður yfirmann sinn vita og hringir síðan í Heilsuvernd til að tilkynna um veikindin, bæði sín eigin og barna sinna ef hann þarf að vera frá vinnu þeirra vegna.

Starfsfólk Heilsuverndar vinnur aðallega með þrjá þætti í huga: Þróun vinnuumhverfis, greiningu áhættuhópa og vitaskuld veikindin sjálf. Þannig verður reynt að sinna forvörnum ekki síður en skráningu. Starfsmenn Heilsuverndar í fyrirtækjum eru bundnir þagnareið.