Fréttir úr starfsemi Póstmannafélags Íslands

12.11.2019

Hús 45 í Munaðarnesi selt - ný íbúð á Akureyri.

Litla húsið okkar í Munaðarnesi nr. 45 hefur nú verið selt og verður flutt úr byggðinni.

Eftir standa þrjú hús til leigu á svæðinu, hús 16 og 22 sem eru sex manna og hús 70 sem er stærra eða fyrir 8 manns.  Miðað við notkun síðustu ára ætti það að vara kappnóg framboð á þessum stað.

Nýlega var ákveðið að selja Tjarnarlundinn á Akureyri og kaupa nýtt með betra aðgengi og nútímalegri búnaði. Leit hefur staðið að undanförnu og nú hefur hún borið árangur.

Ákveðið hefur verið að kaupa 100 fm íbúð við Ásatún en hún er í þriggja hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Félagið mun fá þá íbúð afhenta undir áramótin.

Unnið er að koma Tjarnarlundinum á sölu en gætt verður að því að ekki skapist rof í framboði á Akureyri.

Tjarnarlundurinn verður því í notkun hjá okkur þangað til Ásatúnið er klárt til útleigu.

Óska félagsmönnum til hamingju með nýjan og betri valkost til leigu á Akureyri í framtíðinni.

28.08.2019

Vetrarleiga orlofshúsa og íbúða.

Stjórn PFÍ hefur ákveðið að hafa vetrarleigu íbúða og orlofshúsa óbreytta frá fyrra ári.

Munaðarnes hús 70. Helgarleiga 15.000. Vikuleiga 19.000.

Munaðarnes hús 16 og 22. Helgarleiga 14.000. Vikuleiga 18.000

Eiðar.   Helgarleiga 12.000. Vikuleiga 15.000. ( Eiðar loka yfir veturinn en þessi verð gilda haust og vor þegar aðstæður leyfa að opið sé.)

Orlofsbyggðin Illugastöðum sér um útleigu á húsi PFÍ yfir vetrarmánuðina nema um páska.

Íbúð Stakkholti 2B Reykjavík. Vikuleiga 25.000, helgarleiga 18.000, ein nótt í miðri viku 9.000, önnur nótt 4.000, þriðja nótt 4.000.

Íbúð Tjarnalundi Akureyri. Vikuleiga 25.000, helgarleiga 18.000, ein nótt í miðri viku 9.000, önnur nótt 4.000, þriðja nótt 4.000.

Utanfélagsmenn greiða 20% álag.

Gildir frá 14. september 2019.

24.06.2019

Nýr kjarasamningur samþykktur.

Alls samþykktu 79 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samninginn en 16 prósent vildu hafna honum. Um 5 prósent tóku ekki afstöðu til samningsins. Alls voru 848 á kjörskrá og var kjörsókn tæplega 36 prósent.

Nýr kjarasamningur.

Já                    79 %

Nei                  16% 

Ekki afstaða       5%

Þáttaka           35,73%

07.05.2019

Lausar vikur í orlofshúsum og íbúðum í sumar.

Lausar vikur í orlofshúsum og íbúðum í sumar.

Hægt er að sækja um vikur á vefsíðunni undir orlofsmál. senda tölvupóst á pfi.is eða hringja í síma 525-8370.

Munaðarnes - hús 70.      vikur 35,36.

Munaðarnes - hús 16/22  vikur 33,34,35,36.

Munaðarnes - hús 45.      

Eiðar - hús 2/4.       vikur 34,36.

Illugastaðir.            vikur  Uppselt á sumartímanum.      

Stakkholt 2b.          vikur 35,36.

Tjarnarlundur 2e.    vikur 33,34,35,36.

Til skýringar. Vika 21 er frá 24. maí til 31. maí, vika 25 er frá 21. júní til 28. júní, og síðan talið áfram. Skipti erum við föstudaga og vika 30 er frá 26. júlí til 2. ágúst og svo framvegis. ( sjá almanak )     

27.04.2019

Samningaviðræður PFÍ og SA.

Samningaviðræður PFÍ og SA hafa legið niðri um nokkurn tíma.

Þær munu hefjast fyrir alvöru næskomandi fimmtudag 2. maí.

Vonir standa til að fljótlega verði hægt að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn.

Það mun skýrast á fimmtudaginn hver staðan er.

17.04.2019

Undirbúningur sumarorlofstíma.

Nú stendur yfir umsóknartímabil vegna sumarúthlutuna orlofshúsa og íbúða.

Orlofsnefnd mun hittast í byrjun maí og úthluta samkvæmt reglum.

Allar vikur sem ekki ganga út verða auglýstar á vefsíðu og fésbókinni fljótlega eftir úthlutun.

Í Munaðarnesi verður skipt yfir í gasgrill í húsum 16, 22 og 70 á næstunni.

Allar upplýsingar um orlofshús og íbúðir á vefsíðunni undir orlofsmál.

04.04.2019

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands 2019.

04.04.2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur PFI verður haldinn að Grettisgötu 89 1. hæð föstudaginn 12. apríl kl.16.00.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningur fyrir árið 2018.

3. Nefndakjör.

4. Ákvörðun félagsgjalds og gjalds til Vinnudeilusjóðs

5. Staða kjaramála.

6. Önnur mál.

Léttar veitingar og fleira vegna 100 ára afmælis félagsins.

Stjórnin.

28.03.2019

Umsóknir um orlofsbústaði og íbúðir í sumar.

Umsóknareyðublöð fyrir íbúðir og sumarhús verða send á vinnustaðina næstu daga.

Sama verð og í fyrra. Nánar síðar.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2019 og úthlutun fer fram í byrjun maí.

Hægt verður að sækja um á vefsíðunni eftir nokkra daga.

Orlofsnefnd.

20.03.2019

Aðalfundur og afmæli 12. apríl 2019.

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands verður að Grettisgötu 89 kl. 16.00.

Í framhaldi af fundinum verður boðið til léttra veitinga og fleira í tilefni 100 ára afmælis.

Stjórn félagins hafði íhugað að halda veglega afmælishátíð en vegna anna vegna lausra kjarasamninga og síðan yfirvofandi verkafalla í veitinga og hótelgeiranum var ákveðið að bíða með slíka hátíð til betri tíma.

Félagið verður 100 ára þann 26. mars og af tilefni þess verður gefið út ítarlegt og myndskeytt blað sem fer í prentun næstu daga.

Ekki verður nein sértök uppákoma þann dag.

Við verðum því með litla hátíð að þessu sinni eftir aðalfundinn en horfum til framtíðar með frekari afmælisuppákomu með veglegri hætti þegar fer að róast á vinnumarkaði og samningar hafa náðst.

15.03.2019

Ný stjórn Eftirlaunadeildar

Aðalfundur Eftirlaunadeildar var þriðjudaginn 12. mars 2019.

Ný stjórn var kjörin.

Formaður var endurkjörinn  Vilborg Gunnarsdóttir

Aðrir í stjórn.

Ragnheiður Jónsdóttir og Fanney Helgadóttir voru endurkjörnar. Nýjar koma inn Edda Egilsdóttir og Lea Þórarinsdóttir.

Út ganga Guðfinna L. Gröndal og Pálína Ármannsdóttir og þakkar félagið þeim mikil og óeigingjörn störf fyrir póstmenn til fjölda ára.

15.03.2019

Trúnaðarráðsfundur og aðalfundur.

Aðalfundur Póstmannafélags Íslands verður föstudaginn 12. apríl 2019.

Sama dag verður fundur Trúnaðarráðs.

Dagskrár fundanna verður birt þegar nær dregur.

06.02.2019

Auglýsing frá Kjörstjórn um kosningar 2019.

Augýsing frá Kjörstjórn vegna kosninga til stjórnar, fomanns og túnaðarmanna PFÍ 2019.

Samkvæmt lögum félagins skal kjósa á árinu til 2019 í eftirfarandi.

1. deild. Bréfberar, flokkstjórar og fulltrúar dreifingarstjóra.

Í deildinni eru allir sem vinna við útburð á pósti, flokkstjórar þeirra og fulltrúar dreifingarstjóra. Deildin kýs sér tvo stjórnarmenn og tvo til vara á sitt hvoru árinu.

Árið 2019 er kosinn einn aðalmaður og einn varamaður.

4. deild. Póstmiðstöð Stórhöfða 29.

Í deildinni eiga sæti allir starfsmenn Póstmiðstöðvar og útkeyrsludeildar nema þeir sem eru í 3. deild.

Deildin kýs sér einn aðalmann og einn til vara á árinu 2019.

B: Kosning formanns.

Formaður er kosinn beinni kosningu í félaginu til tveggja ára. Kjörgengi hafa allir sem hafa verið skráðir félagar í PFÍ í eitt ár. Kjörstjórn stjórnar kosningunni og lýsir eftir framboði.

Frambjóðendur skulu hafa meðmæli minnst 10 félaga úr hverri hinna fjögurra strarfsgreinadeilda. Kjörstjórn úrskurðar um lögmæti framboðs.

Til að vera löglega kjörinn skal frambjóðandi hljóta minnst 50% greiddra atkvæða. Hljóti enginn 50% í fyrstu umferð skal kjósa aftur milli tveggja efstu. Séu atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.

Trúnaðarráð.

Félaginu stjórnar trúnaðaráð, skipað formanni félagsins, framkvæmdastjórn og kjörnum trúnaðarmönnum vinnustaða.

Ráðið er kosið til tveggja ára. Flytjist trúnaðarmaður milli svæða á tímabilinu tekur varamaður við. Trúnaðarmenn vinnustaða ásamt varamanni eru kosnir af starfsmönnum á vinnusvæðinu.

Heimilt er að senda kjörstjórn tillögu að nöfnum trúnaðarmanna áður en framboðsfresti lýkur enda hafi vinnustaðurinn samþykkt sína trúnaðarmenn áður en til formlegrar kosningar kemur.

Framboð skulu hafa borist Kjörstjórn fyrir 28. febrúar 2019 bréflega eða í tölvupósti á netfang pfi@bsrb.is.

08.01.2019

Næsti fundur Starfsmenntunarsjóðs PFÍ

Næsti fundur Starfsmenntunarsjóðs PFÍ

Næsti fundur stjórnar Starfsmenntunarsjóðs PFÍ vegna umsókna í Starfsmenntunarsjóð verður í febrúar.
Með umsóknum þarf að senda frumrit reiknings eða önnur gögn sem stjórnin telur nauðsynleg frá skóla eða námskeiðshaldara. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða. Útprentun úr netbanka er ekki nægjanlegt. Afgreiðsla styrks gæti dregist ef reikning vantar. Sjá úthlutunarreglur Starsmenntunarsjóðs

07.01.2019

Veiðikortið 2019

Veiðikortið 2019

Veiðikortið 2019 er komið. Veiðikortið er selt á skrifstofu PFÍ og kostar 4.000 kr.

27.11.2018

Jólaball Póstmanna

Jólaball Póstmanna

Árlegt jólaball Póstmanna verður haldið sunnudaginn 9. desember n.k. kl. 14:00 í salnum Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. 
Jólasveinar mæta á staðinn og gefa nammipoka. Kaffihlaðborð í boði Póstmannafélagsins, Íslandspósts og Starfsmannafélags Íslandspósts.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta með börnin og dansa kringum jólatréð.

Skráning á jólaballið er í síma 525 8370 eða með pósti pfi@bsrb.is

26.11.2018

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ 5. desember

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ 5. desember

Aðventufagnaður eftirlaunadeildar PFÍ verður miðvikudaginn 5. desember að Grettisgötu 89 í salnum á 1. hæð.
Lesið verður úr nýrri jólabók. Leikin verða jólalög. Happdrætti miðaverð 250kr. Margir góðir vinningar. Tónlist.
Fögnum aðventunni saman!

07.08.2018

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Lausar vikur í orlofshúsum í sumar

Sumarúthlutun er lokið í orlofshúsum og orlofsíbúðum. Öllum umsóknum hefur verið svarað.
Margar vikur eru enn lausar                       

Munaðarnes stór hús vikur   33   34  35   36        
Munaðarnes lítið hús vikur   33   34         
Eiðar vikur   32 33  34 35 36   
Illugastaðir vikur 36
Stakkholt 2B Reykjavík vikur 30 33 34 36  
Tjarnarlundur 2e Akureyri vikur 34 35 36


Til skýringar; Vika 26 er frá 29. júní til 6. júlí. Vika 31 er frá 3. ágúst til 10. ágúst og síðan talið áfram. Skiptist við föstudaga og vika 34 er 24. ágúst til 31. ágúst. Á forsíðu á vefsíðu PFÍ undir umsókn eru nánari upplýsingar um staðsetningu húsa og verð á vikuleigu. Þar er líka hægt að sækja um eða hafa samband með tölvupósti pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370.

11.07.2018

Sumarlokun

Skrifstofa PFÍ er lokuð frá mánudegi 16. júlí til þriðjudags 7. ágúst. Sjúkradagpeningar verða greiddir 31. júlí. Sjá starfsreglur sjúkrasjóðs. Ef óskað er eftir viðtali þá hafið samband í síma 892 6560 eða með tölvupósti pfi@bsrb.is

26.06.2018

Sumarferð eftirlaunadeildar Póstmannafélags Íslands 3. júlí

Sumarferð eftirlaunadeildar Póstmannafélags Íslands 3. júlí

Sumarferð eftirlaunadeildar PFÍ verður farin þriðjudaginn 3. júlí kl. 9 frá Grettisgötu 89. Stoppað verður við Breiðholtskirkju á leið úr bænum. Áætlun er léttur hádegisverður í Eldfjallasetrinu á Hvolsvelli, eldfjallasýning og safn skoðað.
Um miðjan dag verður komið við á Keldum sem er gamall torfbær í umsjón Þjóðminjasafns. Fleiri viðkomustaðir verða.
Kvöldverður verður á veitingahúsinu Strönd í boði Íslandspósts.
Þátttökugjald er 6.000 á mann. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 29. júní í síma 525 8370 á skrifstofutíma.
Munið hlý föt og góða skó

28.04.2018

Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða PFÍ

Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða PFÍ

Umsóknareyðublöð sumar 2018 fyrir orlofshús og íbúðir PFÍ hafa verið send á alla vinnustaði. Í næstu viku verður hægt að sækja um á vefsíðunni PFI.is  undir Orlofsmál.
Öll orlofshúsin í Munaðarnesi og orlofshúsið á Illugastöðum hafa verið endurnýjuð að innan.
Úthlutað verður samkvæmt reglum um úthlutun orlofshúsa. Allir eiga möguleika.  Umsóknarfrestur er til 20. apríl.

Úthlutun orlofsumsókna sumar 2018 verður 2. maí. Allir umsækjendur fá sent bréf. 

03.04.2018

Ný orlofsíbúð í Reykjavík

Ný orlofsíbúð í Reykjavík

PFÍ keypti nýverið nýlega orlofsíbúð í Stakkholti 2b. Íbúðin í Sólheimum verður seld. Nýja íbúðin verður tekin í notkun í maí n.k.

08.12.2017

Veiðikortið 2018 er komið

Veiðikortið 2018 er komið

Veiðikortið 2018 er komið. Veiðikortið kostar 4.000 til félagsmanna PFÍ.

12.09.2017

Vetrarleiga í orlofshúsum og orlofsíbúðum

Vetrarleiga í orlofshúsum og orlofsíbúðum

Vetrarleigutímabilið er hafið. Hægt er að leigja viku/helgi eða daga í miðri viku samkvæmt úthlutunarreglum. Hafið samband við skrifstofu með tölvupósti pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370 til að panta. 

Munaðarnes 2manna hús   Helgarleiga   12.000   1-2 nætur   Vikuleiga   15.000
Munaðarnes 6manna hús   Helgarleiga   14.000   1-2 nætur   Vikuleiga    18.000
Munaðarnes 6-8manna hús   Helgarleiga   15.000   1-2 nætur   Vikuleiga   19.000
Eiðar 6manna hús   Helgarleiga   12.000   1-2 nætur   Vikuleiga   15.000
Illugastaðir 6manna hús   Helgarleiga   16.000   1-3 nætur
Sólheimar 25 Reykjavík   Helgarleiga   18.000   1-2 nætur   Vikuleiga   25.000   1 nótt í miðri viku 11.000   2 nótt 3.000
Tjarnarlundur 2 Akureyri   Helgarleiga   18.000   1-2 nætur   Vikuleiga   25.000   1 nótt í miðri viku 11.000   2 nótt 3.000
04.04.2017

Ný stjórn og trúnaðarráð

Ný stjórn og trúnaðarráð

Kosningu til formanns, fulltrúa í stjórn fyrir 1. deild og 4. deild og trúnaðarráðs Póstmannafélags Íslands er lokið.

Jón Ingi Cæsarsson var eini frambjóðandi til formanns.
Tilnefna þurfti fulltrúa fyrir 1. deild bréfbera, flokksstjóra og fulltrúa dreifingarstjóra. 

Stjórn PFÍ verður þannig skipuð formaður Jón Ingi Cæsarsson. Aðrir stjórnarmenn; 1. deild Hrefna Eyjólfsdóttir og Valdís Þ Vilhjálmsdóttir 2. deild Marianna Dam Vang, 3. deild Reynir Stefánsson, 4. deild Anna Jóna Arnbjörnsdóttir, 5. deild Fulltrúi trúnaðarráðs sem kosinn verður á fyrsta fundi trúnaðaráðs 24. apríl.

Niðurstaða talningar í kosningu trúnaðarmanna PFÍ næstu 2 árin fór þannig; ​

Svæði Trúnaðarmaður Varatrúnaðarmaður
Svæði 1 Akranes og Borgarnes Kristrún Steinarsdóttir 
Svæði 2 Búðardalur og Snæfellsnes Jensína Guðmundsdóttir Jónína A. Víglundsdóttir
Svæði 3 Vestfirðir  Sigurbjörg Kristinsdóttir 
Svæði 4 Húnavatnssýslur Þorbjörg Pálsdóttir Dagbjört Elva Jóhannesdóttir
Svæði 5 Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður Harpa Guðbrandsdóttir           Hafdís Hreiðarsdóttir  Einar Hallur Sigurgeirsson
Svæði 6 Þingeyjarsýslur og Vopnafjörður Gunnar Jóhannsson
Svæði 7 Austurland Jóhanna M Agnarsdóttir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir
Svæði 8 Suðurland Guðlaug Kristín Karlsdóttir 
Svæði 9 Vestmannaeyjar Ása Hrönn Ásmundsdóttir
Svæði 10 Suðurnes Nerijus Savickas
Svæði 11 Pósthús á Höfuðborgarsvæðinu póstnúmer 101 - 270 Urður Mist Björnsdóttir  Tinna Dröfn Þórarinsdóttir
Svæði 12 Dreifingarstöð Sólvallagötu 79 póstnúmer 101,103,105,107,108,170 Sigríður A Sigurðardóttir             Claus E Daublebsky V Sterneck María Guðmundsdóttir Hanna K Hallgrímsdóttir

Svæði 13 Dreifingarstöð Fossaleyni 6 póstnúmer 104,110,112,113,116,270,271,276

Agnar Björnsson                       Tim Junge

Svæði 14 Dreifingarstöð Dalshrauni 6 póstnúmer 109,111,200,201,203,210,220,221,225 Anna María Guðmundsdóttir     Guðrún Ragnhildur Hafberg

Bryndís M Dardi             Margrét Sigurðardóttir

Svæði 15 Póstmiðstöð/Aðaltrúnaðarmaður Atli B. Bachmann Aðalsteinn Traustason
Svæði 16 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Katrín S Sveinsdóttir Oddur H Haraldsson
Svæði 17 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Gunnar Gunnarsson Hjördís Heiða Björnsdóttir
Svæði 18 Póstmiðstöð/trúnaðarmaður Elísabet Brynjarsdóttir 
Svæði 19 Skrifstofa Íslandspósts Stórhöfða 29 Sigrún Ómarsdóttir
Svæði 20 Fulltrúi eftirlaunadeildar