Stakkholt 2B

Stakkholt 2B í Reykjavík íbúð 101. Íbúðin er í nýlegu lyftuhúsi á 1. hæð. Íbúðin er leigð allt árið. Leiga fer fram gegnum skrifstofu PFÍ.

  • Helgarleiga er 18.000kr
  • Vikuleiga er 25.000kr
  • Stök nótt í miðri viku 9.000kr
  • Önnur nóttin í miðri viku 4.000kr 
  • Þriðja nóttin í miðri viku 4.000kr

 Sjá reglur um úthlutun orlofshúsa

Íbúðin er þriggja herbergja. Stofa, hjónaherbergi með hjónarúmi og barnaherbergi með rúmi 140x2. Barnarúm og barnastóll fylgja. 2 góðar aukadýnur eru í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir 8. Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt (lín) og handklæði. Hægt er að fá rúmföt leigð. Kostnaður er 1.000kr settið.

Eldhús er velbúið. Diskaþurrkur, borðklútar og gólfmoppa fylgja einnig allur búnaður og sápa til þrifa.
Stórt baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara. 

Íbúðinni fylgir sér bílastæði í bílakjallara merkt 101 fyrir íbúð 101 og er notkun þess heimil fyrir dvalargesti. Nánari upplýsingar eru í leigusamningi. 
Sé íbúðinni ekki skilað hreinni verður leigutaki krafinn um þrifagjald 8.000kr.
Í íbúðinni er nettenging frá Símanum.

Íbúðin er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur við Hlemm. Nauðsynlegt er að virða húsreglur sem eru í sameign. 

Reykingar eru bannaðar í íbúðinni.
Ekki er heimilt að hafa hunda né önnur gæludýr.