Sólheimar 25

Sólheimar 25 í Reykjavík. Íbúðin er leigð allt árið. Leiga fer fram gegnum skrifstofu PFÍ.
Íbúðin er á 2. hæð í lyftuhúsi. Þetta er velbúin íbúð með tvennum svölum. Íbúðin er þriggja herbergja. Stofa, hjónaherbergi með hjónarúmi og barnaherbergi með rúmi 140x2. Barnarúm og barnastóll fylgja. 2 góðar aukadýnur eru í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir 8. Rúmföt, diskaþurrkur og borðklútar fylgja einnig allur búnaður til þrifa. Sé íbúðinni ekki skilað hreinni verður leigutaki krafinn um þrifagjald 8.000.

Þvottahús er á efstu hæð hússins með þvottavél og þurrkara. Þar eru upplýsingar um reglur og notkun. Í íbúðinni er nettenging/Roter frá Vodafone upplýsingar um áskrift er í íbúðinni.

Íbúðin er vel staðsett í Reykjavík. Stutt er í verslanir í Glæsibæ, Grasagarðinn og Laugardalslaug. 

Reykingar eru bannaðar í íbúðinni.
Ekki er heimilt að hafa hunda né önnur gæludýr.