Illugastaðir

Orlofshúsið að Illugastöðum er 6 manna hús með 3 tveggja manna svefnherbergjum, eldhús og snyrting og möguleiki á að sofa í stofu. Allur nauðsynlegur búnaður er í húsinu. Í eldhúsi er eldavél með ofni. Sængur og koddar eru í húsinu fyrir 6 manns. Húsið er með heitum potti á verönd og gasgrill.  

Við komu fær leigutaki þrjá borðklúta, tvær diskaþurrkur, gólfmoppu og tvær rúllur af salernispappír. Gott er að hafa með sér auka tuskur og diskaþurrkur. Ræstiefni er í húsunum. 

Leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, handklæði, handsápu, uppþvottalög og salernispappír.

Hægt er að leigja rúmföt og handklæði á staðnum.

Hægt er að fá aukadýnur og sængur í Kjarnahúsi

Það eru til 9 barnaferðarúm og 9 barnastólar, æskilegt er að panta þau áður en fólk kemur.

Verslun með nauðsynlegum matvælum er opin á orlofstímanum. Sundlaug er að Illugastöðum sem er opin á sumrin.