ORLOFSHÚS PÓSTMANNAFÉLAGSINS

Orlofshús sem félagsmenn Póstmannafélagsins hafa kost á að leigja eru á þremur stöðum á landinu; í Munaðarnesi, á Eiðum og Illugastöðum. Auk þess á félagið eina íbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.

Munaðarnes er í miðjum Borgarfirði í fallegu umhverfi með útsýni til Baulu, Skarðsheiðar, Langjökuls, Eiríksjökuls og fleira. Í nágrenninu eru fallegar gönguleiðir, sundstaðir og hægt að kaupa veiðileyfi í vötn í nágrenninu. Þá er góður golfvöllur að Hamri skammt frá Borgarnesi og annar golfvöllur Glanni er við Bifröst. Dvalargestir í Munaðarnesi fá afslátt af vallargjöldum á golfvöllinn Glanna. Í Borgarfirði er auk náttúrufegurðar mikill fjöldi sögustaða til dæmis; Reykholt, Borg á Mýrum, Straumfjörður, Húsafell, Surtshellir og Hraunfossar.

Póstmannafélagið hefur til umráða fjögur hús í Munaðarnesi; eitt hús með þremur svefnherbergjum, tvö hús með tveimur svefnherbergjum og eitt hús með einu svefnherbergi. Húsin eru með öllum nauðsynlegum búnaði og við þau öll er heitur pottur. Nánari lýsing.

Eiðum á Héraði um tuttugu kílómetrum frá Egilsstöðum eru tvö hús á vegum Póstmannafélagsins þau eru bæði með þremur svefnherbergjum og búnaður svipaður og í Munaðarnesi, þar eru ekki heitir pottar en bátur er til afnota fyrir dvalargesti svo möguleiki er til veiða í Eiðavatni. Eiðar eru miðsvæðis á Austurlandi og því miklir möguleikar til að skoða sig um á svæðinu frá fjalli til fjöru. 2012 voru miklar endurbætur á húsunum á Eiðum bæði innanhús og utanhúss.

Orlofshúsin í Munaðarnesi og á Eiðum eru innan orlofsbyggða BSRB. 2009 tók gildi nýtt rekstrarform á orlofsbyggðunum, með því hefur félagið aukinn umráðarétt og ábyrgð á húsunum. Nú sjá orlofsnefnd og skrifstofa Póstmannafélagsins um útleigu á húsunum allt árið og því geta þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsunum yfir veturinn haft samband við skrifstofu PFÍ vegna leigu.

Á Illugastöðum í Fnjóskadal á Póstmannafélagið eitt hús um fjörtíu kílómetra fyrir austan Akureyri. Þaðan er til dæmis gott tækifæri að fara til að skoða Mývatn, Hljóðakletta, Hvannalindir eða skreppa í hvalaskoðun frá Húsavík. Húsið Illugastöðum er með þremur svefnherbergjum og þar er heitur pottur auk þess sem sundlaug er á staðnum.

Tjarnarlundur 2e á Akureyri er 3ja herbergja rúmgóð, velbúin íbúð. Gisting er fyrir 6 og aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta auk líns.

Sólheimar 25 í Reykjavík er 3ja herbergja velbúin íbúð með svefnstæði fyrir 4 og aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta auk líns. Lesa meira

FLEIRA Í BOÐI Í SUMAR

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa;
Miða í Hvalfjarðargöng og kr. 635kr. miðað við verð Spalar 1. mars 2013. Útilegukortið 2017 kostar 14.000kr og Veiðikortið 2018 sem kostar 4.000kr. 

Gistimiða fyrir Fosshótel sem eru seldir allt árið kr. 10.000  2017 og Edduhótel gistimiða kr. 10.000 sumar 2017 (eingöngu sumartími). Icelandair Hótel 1. okt 2017-30. apr 2018 kr. 12.000. Gistimiðarnir veita mikinn afslátt. 

Hótel Edda er með 11 hótel hringinn í kringum landið og gildir miðinn á þeim öllum. Hver miði fyrir sumarið 2017 gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug eina nótt. Hægt er að borga viðbótargjald fyrir herbergi með baði. 

Fosshótel er með fjölda hótela hringinn í kringum landið og eru mörg þeirra staðsett við náttúruperlur landsins. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður innifalinn. Í júní, júlí og ágúst skal greiða 2 gistimiða fyrir 1 nótt á öllum hótelum.

Icelandair Hótel býður uppá gistingu á Akureyri, Héraði, Klaustri, Vík, Flúðum, Hamar og Reykjavík Natura. Gistimiðinn gildir fyrir eitt standard tveggja manna herbergi á vetrartíma 2016-2017 kr. 12.000. Icelandair Hótel

Allar upplýsingar um staðsetningu og verð eru á heimasíðu hótelanna www.fosshotel.is og www.hoteledda.is. Félagsmenn sjá sjálfir um bókanir og við pöntun þarf að taka fram að greitt sé með gistimiða.

Icelandair flugmiða (takmarkaður fjöldi til) kr. 20.000 verðgildi miðans er 25.000.