Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

09.08.2017

Skófatnaður til bréfbera og bílstjóra

Skófatnaður til bréfbera og bílstjóra

Frá 1. maí 2015 eiga bréfberar og bílstjórar sem ekki fá öryggisskó rétt á skófatnaði að verðgildi kr. 29.065 árlega og skal hún taka breytingum í samræmi við þróun neysluvísitölu. Breytingar verða á sama tíma og kjarasamningsbundnar hækkanir sjá bls. 8 í kjarasamningi. Afsláttarkjör sem verslanir veita Íslandspósti nýtast starfsmönnum. Miðast greiðslan við fastráðinn starfsmann og starfshlutfall.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa miða í Hvalfjarðargöng, gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Persónubundin laun. Við ákvörðun launa milli Íslandspósts hf og starfsmanns, skulu laun endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir. Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Starfsmaður sem á viðtal við yfirmann sinn um starfskjör á rétt á aðstoð trúnaðarmanns eða annars fulltrúa Póstmannafélagsins.

Kjarasamningur 2016 vefsíða PFÍ.pdf

Myndir úr félagslífi og vinnu