Vetrarleiga í orlofshúsum og íbúð í Reykjavík og á Akureyri

Í boði eru hús í Munaðarnesi 2manna, 6manna og 6-8manna. 3 herbergja íbúð í Stakkholti í Reykjavík og 3 herbergja íbúð í Tjarnarlundi á Akureyri. Leiga fer fram gegnum skrifstofu pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370. Orlofshúsið að Illugastöðum leigist hjá umsjónarfólki þar frá 28. september. Sími á Illugastöðum er  462 6199.
Nánar um búnað og verð.
15.11.2018

Desemberuppbót 2018

Desemberuppbót 2018

Desemberuppbót 2018 er kr. 89.000. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Minnum á skópeninga fyrir bílstjóra og bréfbera sem skal greiða á hverju ári. Skópeningar eru frá 1. maí 2018 kr. 30.694 miðað við fullt starf.
Fæðisfé er frá 1. maí 2018 kr. 9.988.

1. maí hækka laun um 3%. Sjá kjarasamning. Við viljum minna á mikilvægi þess að félagsmenn lesi launaseðil sinn. Fylgjast með launaflokki og þrepi sem hækkar við starfsaldur. Á launaseðli kemur fram í hvaða lífeyrissjóð er verið að greiða. Það er á ábyrgð hvers félagsmanns að þessir þættir á launaseðli séu í samræmi við kjarasamning.

Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa miða í Hvalfjarðargöng, gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Matartímar og kaffitímar á dagvinnutímabili.
Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts hf. og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr.
Á venjulegum vinnudegi skulu vera 2 kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir til vinnutíma. Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma. Starfsmenn sem hafa vinnuskyldu utan dagvinnutímabils eiga rétt til matartíma, 30 mínútur, á tímabilinu 19:00-20:00 og telst það til vinnutíma. 
                                                                                                                                Kjarasamningur 2016-2018 vefsíða PFÍ.pdf

Myndir úr félagslífi og vinnu