Vetrarleiga í orlofshúsum og íbúð í Reykjavík og á Akureyri

Í boði eru hús í Munaðarnesi 2manna, 6manna og 6-8manna. 3 herbergja íbúð í Stakkholti í Reykjavík og 3 herbergja íbúð í Tjarnarlundi á Akureyri. Leiga fer fram gegnum skrifstofu pfi@bsrb.is eða í síma 525 8370. Orlofshúsið að Illugastöðum leigist hjá umsjónarfólki þar frá 28. september. Sími á Illugastöðum er  462 6199.
Nánar um búnað og verð.
30.01.2019

Kjaramálin

Kjaramálin

Fyrsti fundur um nýjan kjarasamning var mánudaginn 28. janúar.
Næsti fundur er boðaður 7. febrúar.
Á  fyrstu fundum verða sérmál PFÍ á dagskrá.
Þó hefur aðeins farið fram kynning á kröfugerðinni en ekki hafnar viðræður um einstök efnisatriði enn sem komið er.
Viðræður um kjaraliði munu ekki hefjast alveg á næstunni enda eru þau mál í deiglu stóru heildarsamtakanna hjá ASÍ.
Þar er fátt eitt vitað umfram það sem kemur fram í fjölmiðlum.

Minnum á skópeninga fyrir bílstjóra og bréfbera sem skal greiða á hverju ári. Skópeningar eru frá 1. maí 2018 kr. 30.694 miðað við fullt starf.
Fæðisfé er frá 1. maí 2018 kr. 9.988.

20.03.2019

Blikur á lofti í kjaramálum.

Undanfarna daga hefur hvert verkalýðsfélagið og sambandið af öðru slitið kjaraviðræðum.

Síðast í dag verslunarmenn sem þó lýstu því yfir að stutt væri í samning.

Það virðst sem flest þessar félaga og sambanda stefni á verkfallsaðgerðir.

Hvað varðar stöðu Póstmannafélags Íslands hafa viðræður við okkur varla hafist og því ótímabært að leggja upp með áætlun fyrr en SA hefur komið að samningaborðinu með einhverjar tillögur.

Stjórn félagsins mun taka þessi mál fyrir á næsta stjórnarfundi og í samráði við samninganefnd okkar meta og næstu skref ef ekkert hefur gerst í okkar málum.

Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa miða í Hvalfjarðargöng, gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Matartímar og kaffitímar á dagvinnutímabili.
Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts hf. og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr.
Á venjulegum vinnudegi skulu vera 2 kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir til vinnutíma. Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma. Starfsmenn sem hafa vinnuskyldu utan dagvinnutímabils eiga rétt til matartíma, 30 mínútur, á tímabilinu 19:00-20:00 og telst það til vinnutíma. 
                                                                                                                                Kjarasamningur 2016-2018 vefsíða PFÍ.pdf

Myndir úr félagslífi og vinnu