Skrifstofa félagsins er lokuð á næstunni.  Framhaldið metið í samræmi við stöðuna á föstudegi.

Formaður og framkvæmdastjóri vinna heima og erindum er best að koma til þeirra um netfangið pfi@bsrb.is. Einnig má hringja í síma    892-6560 Jóni Ingi eða 663-1241 Sigrún.

Skrifstofur BSRB eru lokaðar en hægt að ná í þær í síma.

Fundi trúnaðarráðs og aðalfundi sem vera áttu 20. apríl hefur verið frestað um óákveðinn tíma í samræmi við fréttir frá landlækni og almannavörunum um stöðu mála í apríl.

07.01.2020

Vinnutímastytting samkvæmt kjarasamningi.

Í kjarasamningi frá síðastliðnu vori var inni ákvæði um styttingu vinnuvikunnar svohljóðandi.

Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting með það að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Fyrirkomulag styttingar virks vinnutíma geta verið útfærð á marga vegu, t.d.

1. Tekin eru sveigjanleg hvíldarhlé frá vinnu, eitt eða fleiri.

2. Hádegishlé lengt.

3. Hver vinnudagur styttur, umsaminn fjöldi vinnudaga styttur eða einn dagur vikunnar styttur.

4. Styttingu safnað í frí heila eða hálfa daga.

5. Blönduð leið.

Hafi ekki verið gert samkomulag á grundvelli þessa ákvæðis um fyrirkomulag fyrir 1. des. 2019 geta starfsmenn kosid um upptöku staðlaðs fyrirkomulags.

_______________

Ljóst er að umræðunni var ekki lokið í desember og það er samhljóða álit Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts að halda þessari vinnu áfram og taka hana lengra. Þessu verkefni er því ekki lokið og áfram verður unnið í málinu.

Við munum því hitta fulltrúa Íslandspósts á næstunni á vettvangi samstarfsnefndar og ræða á hvern hátt er best og heppilegast að ljúka umræðu um málið.

Niðurstöður þess yrðu síðan kynntar og ræddar á vinnustöðunum, teknar til umræðu þar og síðan kosið um fyrirkomulag þurfi þess.

03.03.2020

Aðalfundi Eftirlaunadeildar frestað.

Fyrirhuguðum fundi Eftirlaunadeildar PFÍ sem halda átti 18. mars er frestað um óákveðinn tíma.

Ástæða frestunar er útbreiðsla kórónaveirunnar COVID-19 á Íslandi.

Fundur verður boðaður síðar.

Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Matartímar og kaffitímar á dagvinnutímabili.


Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts hf. og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar.

Sé matartíma breytt á dagvinnutímabili lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr.


Á venjulegum vinnudegi geta verið 2 kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir ekki til vinnutíma. Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma. Starfsmenn sem hafa vinnuskyldu utan dagvinnutímabils eiga rétt til matartíma, 30 mínútur, á tímabilinu 19:00-20:00 og telst það til vinnutíma. 


            Kjarasamningur 2019 - 2022