Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

05.12.2017

Skráning vinnutíma

Skráning vinnutíma

Nú er annatími hjá Póstmönnum og góð regla að skrá vinnutíma daglega. Samningsbundin yfirvinna hefst þegar lokið er umsaminni dagvinnu. Tímakaup fyrir yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum starfsmanns.

Félagsmenn eru minntir á kaffi- og matartíma. Sjá nánar í kjarasamningi bls 16. Kaffitímar teljast til vinnutíma en matartímar teljast ekki til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr. Það sama gildir um kaffitíma. Sé unnið í kaffi- eða matartímum þannig að nái ekki fullum umsömdum tíma skal það greiðast með yfirvinnukaupi.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa miða í Hvalfjarðargöng, gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er: Á árinu 2017 kr. 86.000. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15.12. ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.12. Uppgjörstímabil er frá 1.12. til 30.11. ár hvert.

Kjarasamningur 2016 vefsíða PFÍ.pdf

Myndir úr félagslífi og vinnu