Sumarferð Eftirlaunadeildar er frestað til 6. júlí 2021.
Trúnaðaráðsfundur 2020 verður sameinaður fundi 2021 vegna sóttvarnareglna.
27.12.2020
Nýjar launatöflur taka gildi 1.janúar 2021.
Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.
Sjá nánar

Orlofsmál
PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar
Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ
Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.