Atkvæðagreiðsla um kjarasamning.

Kosning um samninginn hér.

Kosning um nýjan kjarasamning er hafin, og mun hún standa til kl. 10.00 þann 24. júní.

Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að opna kosninguna.

Kjarasamningurinn er þar og auk þess úrdráttur úr honum.

Trúnaðarmenn aðstoða þá sem á því þurfa að halda.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.

Félagsmenn eru hvattir til að nota atkvæðið sitt, það er mikilvægt að góð þátttaka verði.

13.06.2019

Kosning um kjarasamning er nú opin.

Kosning um kjarasamning 2019 - 2022 aðgengileg á fésbókinni

Ef einhvern vantar íslykil eða rafræn skilríki má sækja lykil á vefsíðu.

sæki mér íslykil

Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að opna kosninguna.

Þegar kosningasíðan er opnuð er þar allur kjarasamningurinn og úttekt á öllum breytingum.

Breytingarnar eru á fésbókinni.

Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Matartímar og kaffitímar á dagvinnutímabili.
Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts hf. og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr.
Á venjulegum vinnudegi skulu vera 2 kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir til vinnutíma. Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma. Starfsmenn sem hafa vinnuskyldu utan dagvinnutímabils eiga rétt til matartíma, 30 mínútur, á tímabilinu 19:00-20:00 og telst það til vinnutíma. 
                                                                                                                                Kjarasamningur 2016-2018 vefsíða PFÍ.pdf

Myndir úr félagslífi og vinnu