Sumarferð Eftirlaunadeildar sem vera átti 6. júlí 2021 er frestað til næsta árs.

Vegna sóttvarnareglna og fjarlægðarmarka er flókið að ferðast með 80 manna hóp án vandræða.

Það er því samdóma álit stjórnar PFÍ og formanns Eftirlaunadeildar að slá ferðina af í sumar.

Sjáumst hress á nýju covidlausu sumri, boðuð er ferð þann 5. júli 2022.

Slóð á orlofsvefinn.

Orlofsvefur

05.04.2021

Aðalfundir og trúnaðarráðsfundur.

Aðal og trúnaðarráðsfundir í september.

Stefnt er að því að halda þessa fundi í september og verða þá haldnir í samræmi við stöðu mála þá, annað hvort stafrænt á vefnum eða með eðlilegum hætti ef tilefni er til.

Stjórn félagins ákvað á stjórnarfundi að stefna að fundum september 2021.

  • Trúnaðaráðsfundur    20. september 2021
  • Aðalfundur PFÍ          20. september 2021
  • Aðalf. Eftirlaunad.     21. september 2021

07.07.2021

Sumarleyfi - skrifstofan lokuð.

Skrifstofur PFÍ og BSRB eru lokaðar frá mánudeginum 12. júlí vegna sumarleyfa.

Opnum á ný þriðjudaginn 3. ágúst.

Áríðandi erindi má senda  pfi@bsrb.is og þeim verður svarað við fyrsta tækifæri.

Úthlutun úr Sjúkrasjóði verður á sama tíma og vanalega í lok júlimánaðar.

Gleðilegt sumar.

Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag og er opið öllum sem starfa við póststörf. Félagssvæði þess er allt landið. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og gerð kjarasamnings. Póstmannafélagið er aðildarfélag BSRB sem annast hagfræðiþjónustu og lögfræðiþjónustu við félagið.

Sjá nánar

Orlofsmál

PFÍ gefur félagsmönnum sínum möguleika á því að leigja orlofshús og íbúðir. Orlofshús í Munaðarnesi í Borgarfirði, Illugastöðum í Fnjóskadal og Eiðum austur á Héraði. Orlofsíbúð í Reykjavík og aðra á Akureyri.
Skoða nánar

Orlofsmöguleikar

Á skrifstofu PFÍ er hægt að kaupa gistimiða fyrir Fosshótel, Icelandair Hótel og Eddu Hótel. Útilegukortið og Veiðikortið.
Sjá úthlutunarreglur

Starfsmenntunarsjóður PFÍ

Félagið hvetur félagsmenn sem hafa áunnið sér réttindi til að sækja um styrk til Starfsmenntunarsjóðs hvort sem er til náms eða tómstunda.

Matartímar og kaffitímar á dagvinnutímabili.


Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna Íslandspósts hf. og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar.

Sé matartíma breytt á dagvinnutímabili lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr.


Á venjulegum vinnudegi geta verið 2 kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir ekki til vinnutíma. Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma. Starfsmenn sem hafa vinnuskyldu utan dagvinnutímabils eiga rétt til matartíma, 30 mínútur, á tímabilinu 19:00-20:00 og telst það til vinnutíma. 


            Kjarasamningur 2019 - 2022